MIÐAMÁL EM 2016

Heilar og sælar Tólfur.

Eins og ég lofaði þá fór ég í þau mál að kynna mér hvernig skal standa að miðaumsókn til þess að við getum nú öll setið saman í stúkunni og sat ég fund hjá KSÍ í dag vegna þess..

Þið semsagt farið inná hlekkinn sem ég er hérna neðst og þar verðið þið að búa ykkur til notendaaðgang hjá UEFA og farið þannig inní miðaumsóknarferlið og þurfið bersýnilega að velja landið okkar fagra 🙂

Ticket types: Veljið þar single tickets og þá farið þið inní form sem gerir ykkur kleift að velja hvaða leiki þið ætlið að sjá, þið getið meira að segja valið að kaupa miða alveg út mótið s.s. 16 liða, 8 liða, undanúrslit og úrslit en þeir miðar verða að sjálfsögðu endurgreiddir ef liðið kemst ekki svo langt…

Svo viljið þið kaupa miða í category 4 því þau svæði á völlunum eru hugsuð fyrir STUÐNINGSFÓLK…

(þar er skilningur á hávaða og látum)

SVO ER ÞAРAÐALATRIÐIÐ… Áður en þið gangið frá pöntuninni þá birtist blár hnappur sem stendur á I HAVE GOT MY FRIEND´S GROUP ID þið viljið klikka á hann og slá inn 123014592 þá verðið þið sett í nágrenni við hringiðu TÓLFUNNAR… 🙂

Einnig birtist hnappur sem gefur ykkur kost á að taka miða í öðru category-i ef category 4 verður orðið fullt, þið ráðið því að sjálfsögðu sjálf hvað þið gerið þar en það er ákveðin trygging að fá pott þétt miða ef þið veljið þann möguleika.

Svo fyrir ykkur hin sem hafið nú þegar sótt um miða þá getið þið loggað ykkur inná umsóknina  ykkar og breytt henni og slegið inn þetta group id og sett ykkur í sama category og Tólfan.

Svo þarf að hafa í huga að þetta þarf að greiðast með greiðslukorti sem hefur gildistíma framyfir mót og þarf að vera heimild eða innistæða á  fyrirframgreiddu fyrir upphæðinni kringum mánaðarmótin jan/feb.. UEFA KANNAR AÐEINS EINU SINNI HVORT SÉ HEIMILD OG EF ÞAÐ ER EKKI ÞÁ FÁIÐ ÞIÐ EKKI MIÐA!!!

Þetta vonandi svarar öllum spurningum varðandi þessi mál sem brenna á ykkur 🙂

http://www.uefa.com/uefaeuro/ticketing/index.html

Mbk Andri Þór Ómarsson “Helvítis Kallinn”

#TólfanKemur #ÁframÍsland #EURO2016