EM2016 MÁL

Heilar og sælar Tólfur…

Nú er umsóknarfresturinn liðinn og biðin eftir svarinu hafin og allir farnir að naga neglurnar…

Treyjumálin eru loksins að detta í ljúfann farveg og verða þau mál kynnt fljótlega…

Tólfan er samt ekkert að sofna á verðinum sko, núna tekur við skipulagning á hvorki meira né minna en þrem pregame partýum í jafn mörgum borgum og er í ansi mörgu að snúast vegna þess og verða öll party og öll event rækilega kynnt og auglýst þegar nær dregur.

Einnig hefur Tólfan sameinast með Gaman Ferðum um að hnoða saman milli borga lesta/rútu ferðapakka og verða þeir að öllum líkindum kynntir í næstu eða þarnæstu viku..

Svo má ekki gleyma því að að við verðum úti á sjálfann Þjóðhátíðardaginn okkar 17. júní og vill svo skemmtilega til að hann ber upp á föstudag þetta árið og ætla vaskir menn að setja saman í Marseille allsvakalegsta Þjóðhátíðar fögnuð sem haldinn hefur verið á erlendri grundu og já þið giskuðuð rétt það verður kynnt betur síðar…

Þannig að það er ansi margt sem verður kynnt fljótlega haha 🙂