Borgarpistill: Saint-Étienne

Saint-Étienne

Saint Etienne verður vettvangur opnunarleiks okkar Íslendinga þann 14. júní næstkomandi, klukkan 21:00 að staðartíma (19:00 á Íslandi) en borg þessi er 16. stærsta borg Frakklands með 178.530 íbúa með ríka sögu og hefðir.

se1

Þegar litið er í sögulegt samhengi er tvennt sem stendur uppúr en ásamt því að vera þekkt iðnaðarborg (sem ég fer nánar í á eftir) er knattspyrnusagan í borginni nokkuð rík og merkileg og hefur knattspyrnulið borgarinnar, AS Saint-Étienne (gælunafn Les Verts), meira að segja sitt eigið safn (heimilisfang 14 rue Paul et Pierre Guichard 42028 Saint-Étienne) en klúbburinn er einn sá sigursælasti í Frakklandi. Þeir þóttu vera ákveðnir brautryðjendur á 7. og 8. áratug síðustu aldar og voru m.a. fyrsta knattspyrnuliðið sem nýttu sér flugsamgöngur markvisst til betri ferðalaga og til að nýta tímann betur í útileikjum. Á milli áranna 1956 og 1981 vann klúbburinn 10 deildartitla, 6 bikartitla og voru í öðru sæti í Evrópukeppni félagsliða (sem heitir núna meistaradeild Evrópu) 1976 en töpuðu gegn Bayern Munich 0-1 á Hampden Park í Glasgow. Margir frægir knattspyrnumenn hafa komið frá ASSE (skammstöfun klúbbsins) en þeir Aimé Jacquet, Jacques Santini, Laurent Blanc, Michel Platini, Bafétimbi Gomis, Loïc Perrin, Blaise Matuidi, Dimitri Payet og Pierre-Emerick Aubameyang hafa allir gert garðinn frægan í hinni þekktu grænu treyju AS Saint-Etienne.

se2

Eins og áður var nefnt er Saint-Etienne með mikla iðnaðarsögu og má finna mörg söfn í borginni sem tengist þeim vinkli eins og námusafnið Couriot Pit en það virðist fanga iðnaðarsögu borgarinar nokkuð vel ásamt því að vera vinsæll tónleikastaður líka en Saint-Etienne er þó þekkt fyrir að vera „Höfuðborg hönnuða“ en arkitektúr borgarinar og myndlist er nokkuð áberandi í borginni eins og t.d. Cité du design sem er nokkurs konar Byggingarlistarsafn ef má orða það þannig en mörg mannvirki má finna þar sem byggð eru á merkilegan og flottan máta en heimilisfangið þar er 3 Rue Javelin Pagnon, 42000 Saint-Étienne. Ótal söfn eru í boði í þessari borg en ef þú skildir ekki vera mikið fyrir myndlist eða listasöfn yfir höfuð þá má nú finna safn sem t.d. er tileinkað slökkviliðstarfi frá A til Ö.

se3

Ljóst er að Íslendingar eiga eftir að koma víða að en nokkuð ljóst að margir gista í Lyon og mun koma auka pistill bara um þá borg seinna en 65km er á milli borgana og samkvæmt bestu heimildum góðar samgöngur á milli borganna (á víst vera hægt að taka leigubíl á milli borganna á fínum kjörum, ef margir deila bíl saman).  Eftirfarandi er fjarlægðin á milli helstu keppnisborga EM.

Lyon – 65km
Marseille – 335km
Nice – 500km
Paris – 525km
Saint-Denis – 540km
Toulouse – 540km
Bordeaux – 540km
Lens – 735km
Lille – 750km

Mikilvægt er að hafa í huga Fanzone EM upp á upphitun fyrir opnunarleikinn eða jafnvel ef fólk vill kíkja á aðra leiki keppninnar á risa skjá en á þessum svæðum verður margt í boði í kringum keppnina. Þessi svæði eru hugsuð sem ákveðinn miðpunktur fótboltaáhugamannsins þar sem fólk getur borðað, vætt kverkar og fylgst með ýmsum skemmtiatriðum á milli leikja en Saint-Etienne ætlar að hafa þetta bara nokkuð þægilegt fyrir okkur Íslendingana þar sem fanzone Saint-Etienne er staðsett hjá François Mitterrand Park sem er mjög nálægt aðal lestarstöð borgarinnar en leikvangurinn Stade Geoffrey-Guichard að aðeins norðar við lestarstöðina og þar af leiðandi ekki flókið að komast á milli.

.13271504_10153503999996781_262333240_o

Ég vona að þessi pistill hafi verið hjálplegur og get lofað að fleiri pistlar eru á leiðinni en þangað til þá sendi ég Áfram Ísland kveðju til ykkar.

Árni Þór Gunnarsson