Borgarpistill: Lyon

yfirsýn

Íslendingar eru reyndar ekki að keppa í Lyon þannig að þessi pistill kemur sem svona auka pistill í umfjöllun okkar um EM en þar sem þessi fallega borg á eftir að vera „heimili“ margra íslendinga á einhverjum tímapunkti í keppninni, var ekki annað hægt en að fjalla sérstaklega um hana.

800px-Traboule_courtyard_C_staircase_Lyon

Lyon er þriðja stærsta borg Frakklands með 2.180.000 íbúa og alveg ljóst að aðdáendur fornra byggingalistar og matarunnendur eiga eftir að dýrka þessa borg. Þessi gamla, fallega borg, sem var stofnuð af Rómverjum og slapp nánast alveg frá báðum heimsstyrjöldum, hefur varðveist ótrúlega vel í gegnum aldirnar og eru þröngar götur og sund ákveðin kennileiti borgarinnar. Þessar götur eru betur þekktar sem traboules af heimamönnum. Í miðri borginni má finna hverfi sem heitir La Presqu’ile sem er á milli ánna Rhone og Saone en í þessu hverfi er þessi ákveðna byggingarlist mest áberandi. Matarmenning borgarinnar er áberandi og má finna ótrúlega mikið af litlum veitingastöðum víðsvegar um þröngar götur Lyon, en þess má geta að borgin hefur sína eigin tegund af veitingastöðum sem kallast bouchons en þar má finna lostæti sem og svínakjöt grillað að hætti heimamanna (sem er víst heimsfrægt), andakæfu og franskar pylsur (EKKI SS pylsur!). Þessar götur eru áberandi en ein gata stendur þó upp úr ef fólk hefur áhuga að prufa franska matarmenningu í allri sinni dýrð. Sú gata heitir Mercière og er hún stútfull af veitingastöðum og nokkuð ljóst að maður fari ekki svangur þaðan.

bouncons

Eins og var nefnt áðan þá er byggingarlist áberandi í Lyon og það koma upp ótal staðir sem hægt er að nefna sem bjóða upp á skemmtilega byggingarhönnun og náttúrulega fegurð en þar sem ég get ekki fjallað um hvern stað sérstaklega án þess að gefa út bók þá mun ég nefna hérna þá helstu staði sem eru þess virði að skoða nánar. Fourviere hlíðin er staður þar sem má finna rómverska byggingarlist og er sagður vera ákjósanlegasti staðurinn til að taka panorama mynd yfir borgina. La Croix-Rousse er staður sem er lýst sem þorpi innan borgar en á þessum stað var silki mikið unnið, keypt og selt en silki var aðalútflutningsvara Lyon á 19. og 20. öld og má finna fornar verksmiðjur sem enn standa þarna og hafa varðveist. Ef þú vilt versla og njóta útsýnis á sama tíma er mælt með La Confluence.

mercière

Án þess að fara eitthvað sérstaklega út í trúabrögð eða álíka þá er dómkirkja borgarinnar efst upp á Fourviere hlíðinni og virðist vera staður sem enginn má láta framhjá sér fara þegar Lyon heimsótt. Basilique de Fourvière kirkjan, líka þekkt sem Basilica Notre-Dame de Fourvière, stendur yfir borginni eins og ákveðinn verndarengill borgarinnar (borgin slapp við ótal stríð, kannski eitthvað til í þessu?) en þegar upp er komið er ekki bara þessi risavaxna kirkja sem mætir þér heldur útsýni yfir borgina hvert sem litið er. Kirkjan var byggð 1872 og það tók 12 ár að byggja hana (12… tilviljun??), hún er byggð sem nokkurs konar minnisvarði um svarta dauða faraldurinn sem fór yfir Evrópu og heimsbyggðina um miðja 17. öld á mælikvarða sem aldrei hefur  sést áður eða síðan en Lyon slapp furðu vel frá þessum hamförum (greinilega gott að búa í Lyon). Þökkuðu heimamenn sem lifðu í gegnum þessar hamfarir fyrst og fremst trúnni og á endanum byggðu þeir þessa kirkju til minnis um það. Árlega er haldið sérstaklega upp á þessa heppni heimamanna í hátíð sem kallast Fête des Lumières eða Ljósahátíðin. Þá er borgin umvafin kertum og ljósum í desembernóttinni til heiðurs Maríu Mey, verndarengli borgarinnar.

kirkja

Fanzone Lyon má finna á torginu Place Bellecour en það er m.a. sama torg og knattspyrnulið Lyon fagnar öllum sínum titlum. Torgið er að vísu nokkuð langt frá nýja leikvangi borgarinnar, Stade De Lyon, sem byggður var sérstaklega fyrir EM en það skiptir okkur Íslendinga ekki neinu sérstöku máli þar sem við erum ekki að fara keppa þar (allavega ekki í riðlakeppninni). En 13. júni, degi fyrir opnunarleik okkar gegn Portúgal, munu Belgía og Ítalía mætast og fyrir þá sem verða í borginni þann dag en hafa ekki miða á leikinn þá er Fanzone Lyon málið.

13288534_10153505909456781_767845383_o

Kær Áfram Ísland kveðja,

Árni Þór Gunnarsson