Eftir erfiða byrjun í Þjóðadeildinni er strax komið að næsta leik. Í þetta skipti er þetta heimaleikur en mótherjinn er jafnvel enn sterkari á blaði en þetta svissneska lið sem vann Ísland með miklum yfirburðum í síðasta leik. Bronsliðið frá HM mætir í Laugardalinn, nú þurfa menn að sýna úr hverju þeir eru gerðir.