Laugardagurinn í Finnlandi var ekki góður dagur fyrir karlalandsliðin okkar í fótbolta og körfubolta. Fótboltaliðið hafði komið sér í góða stöðu í riðlinum en slæmt tap gegn Finnlandi og sigur Úkraínu gegn Tyrkjum breytti þeirri stöðu töluvert. Ísland er núna í 3. sæti riðilsins. En það munar bara einu stigi á okkar strákum og liðinu sem kemur nú í heimsókn. Þetta er enn hægt, við trúum að strákarnir okkar geti þetta!
Leikdagur: Ísland – Austurríki
Það er komið að síðasta leik íslenska liðsins á þessu Evrópumóti. Lokamótherjinn í C-riðlinum er Austurríki. Austurríki hefur komið á óvart í keppninni til þessa á meðan árangur okkar liðs er undir væntingum. Það verður þó ekkert gefið eftir í þessum leik.
Leikdagur: Ísland – Sviss
Eftir frábæra frammistöðu í fyrsta leik og svekkjandi tap í lokin ætti íslenska liðið að mæta rækilega peppað í leik númer tvö. Mótherjinn í þessum leik er Sviss, sem einnig tapaði sínum fyrsta leik á mótinu. Það er mikið undir hjá báðum liðum og þetta ætti því að geta orðið spennandi viðureign.
Leikdagur: Ísland – Frakkland
Loksins, loksins er komið að stóru stundinni. Spennan hefur verið að byggjast upp, hægt og rólega til að byrja með en svo gríðarlega mikið síðustu daga og vikur. Fjölmiðlaumfjöllun hefur verið verulega flott og metnaðarfull, fyrirtæki eru að styðja vel við bakið á landsliðinu og þessu móti með auglýsingum og maður finnur það á spjalli í samfélaginu að fólk er búið að vera að keyra sig í gírinn. Í dag byrjar EM hátíðin hjá íslenska liðinu. Fyrsti leikurinn á EM, let’s go!