Laugardagurinn í Finnlandi var ekki góður dagur fyrir karlalandsliðin okkar í fótbolta og körfubolta. Fótboltaliðið hafði komið sér í góða stöðu í riðlinum en slæmt tap gegn Finnlandi og sigur Úkraínu gegn Tyrkjum breytti þeirri stöðu töluvert. Ísland er núna í 3. sæti riðilsins. En það munar bara einu stigi á okkar strákum og liðinu sem kemur nú í heimsókn. Þetta er enn hægt, við trúum að strákarnir okkar geti þetta!
Leikdagur: Úkraína – Ísland
Þá er komið að næstu undankeppni hjá A-landsliði karla. Undankeppnin fyrir Heimsmeistaramótið í Rússlandi árið 2018. Strákarnir eru komnir á bragðið, búnir að prófa að kíkja á stórmót og langar í meira. Leiðin til Rússlands hefst í Úkraínu, það gerist varla svakalegra!