Jæja, kæru Íslendingar, þá er komið að síðasta leiknum í riðlinum og nú er að duga eða drepast. Mætum tímanlega og syngjum þjóðsönginn fyrir strákana svo að íslenska baráttuvélin fari í gang og sigur gegn Austurríki verði staðreynd.
Við fengum þær fréttir í gær að Fan Zone í St. denis væri opið frá 17:30 til 20:30 á leikdag vegna þess að það er prófavika í gangi í því hverfi. Fan Zone hjá Eiffelturninum opnar ekki fyrr en kl.15.00 en þá er einmitt tími til að koma sér af stað á völlinn, því við viljum vera kominn ca. 2 tímum fyrir leik. Við fórum í smá rannsóknarvinnu og í samráði við Norður-Íra og íslensku lögregluna í París ákváðum við að Moulin Rouge hverfið myndi henta mjög vel og munum við hittast þar og hita upp fyrir stærsta leik íslenska karlalandsliðsins á EM 2016
Völlurinn opnar klukkan 15.00.
Fyrstu Tólfur munu mæta milli kl. 11 og 12 í Moulin Rouge fyrir utan barinn O’Sullivan’s. Kl. 15 verður haldið af stað á Stade de France. Taka þarf Metro lest nr. 13 og fara í gegnum 7 stopp þar sem við tekur sirka 10 mín labb að vellinum sjálfum.
Á morgun er spáð miklum hita í París og hvetjum við fólk til að huga að sólarvörnum. Þá er mikilvægt að fólk innbyrði nægt vatn. Sérstaklega þarf að muna eftir að fá sér vatn inn á milli þegar fólk fær sér áfenga drykki.
Markmiðið okkar er að vera kominn að minnsta kosti 2 tímum fyrir leik og mála stúkuna bláa.
Áfram Ísland