007 – Alls konar gagnlegar upplýsingar fyrir HM

Við fengum mjög góðan gest til okkar í þáttinn. Víðir Reynisson, öryggisfulltrúi KSÍ, bauð okkur upp á Hilton Hótel í spjall. Þar ræddum við um hans störf, ferðagrúppuna fyrir stuðningsfólk landsliðanna, Rússland og margt fleira. Hann svaraði spurningum frá hlustendum og við fórum líka aðeins yfir risapartý Tólfunnar og Tripical í Rússlandi.

Þetta er sérstaklega gagnlegur þáttur fyrir þau ykkar sem ætlið að ferðast til Rússlands en vonandi líka skemmtilegur fyrir þau sem fara ekki þangað.

Þátttakendur í þessum þætti voru Árni Súperman, Halldór Gameday, Ósi Kóngur og Víðir Reynisson.

Minnum á netfangið okkar, sendið póst á [email protected] ef þið viljið koma einhverju sniðugu á framfæri.

Special thanks to our friends from the Tartan Specials for allowing us to use their song in our intro.

Outro is Kalinka by RmitA.

Sérstakt shoutout á snillingana í Tónastöðinni fyrir hjálp með hljóðfæra- og græjumál.

Hér eru upplýsingar um hvernig þið getið hlustað á þáttinn.

Hérna er Ferðagrúppa stuðningsmanna landsliðanna, sem við ræddum í þættinum.

Hérna er bókunarsíða fyrir Risapartý Tólfunnar og Tipical. Athugið að það verður einnig hægt að kaupa miða á Ölveri á laugardaginn, fyrir leik Íslands og Noregs.

Hér eru upplýsingar um borgaraþjónustu Utanríkisráðuneytisins.