Borgarpistill: Rostov-on-Don

Nú eru innan við tvær vikur í fyrsta leik Íslands á HM í Rússlandi. Aldeilis sem það styttist í þetta ævintýri. Nú er komið að síðasta borgarpistlinum, næst fara svo að birtast pistlar um vellina. En við minnum líka á mjög gagnlegt og áhugavert podcast þar sem við töluðum við Víði Reynisson, öryggisfulltrúa KSÍ.

En hér er pistill um Rostov-on-Don.

Höfundur: Ósi kóngur

Fáni Rostov-on-Don (Mynd: https://en.wikipedia.org/wiki/Rostov-on-Don)

Rostov-on-Don (???????-??-?????)

Staðsetning: Við ána Don, í suðvesturhluta Rússlands
Stærð: um 350 km²
Íbúafjöldi: rúmlega ein milljón
Fjarlægð frá Reykjavík: 5.318 km²
Fjarlægð frá Moskvu: 1.076 km²

Skjaldarmerki Rostov-on-Don

Rostov-on-Don er hafnarborg við ána Don. Don er ein af lengstu ám í Evrópu, hún er um 1.900 kílómetrar. Þó að hún sé svona rosalega löng, eða kannski vegna þess hvað hún er löng, þá er áin ekki straumhörð. Hún er meira að segja oft kölluð Sú hljóðláta.

Borgin er sunnarlega í Rússlandi og er veðurfar mjög milt þar. Þannig að þið getið pakkað stuttbuxunum og reiknað með að nota þær þar. Eins og flest allar borgir í Rússlandi þá hefur Rostov-on-Don mikla sögu. Borgin er stofnuð árið 1749,  og hefur frá stofnun verið mikilvæg vegna legu sinnar við Don. Hún hefur alltaf verið mikil verslunar- og flutningsborg. Hún hefur líka oft verið kölluð höfuðborg suðurhluta Rússlands.

Mynd: Tripical

Á heimasíðu ferðaskrifstofunnar Tripical stendur um borgina:

Gullfalleg hafnarborg við Svartahafið með um milljón íbúa. Yfir sumartímann er meðalhitinn í borginni um 28 gráðurnar og því hægt að sóla sig vel um í borginni, við ána Don sem rennur þar í gegn eða legið við strendurnar í nágrenninu. Borgin er þekkt fyrir auðveldar samgöngur og er því oft sögð vera hliðið að Kákasus. Sem er svæðið milli Svartahafs og Kaspíahafs og Kákasusfjöllin þar um kring.

Borgin varð fyrir miklum skemmdum í seinni heimsstyrjöldinni. Þýski herinn vann borgina á sitt vald tvisvar (1941 og 1942). 14. febrúar 1943, eftir sigurinn í Stalingrad (nú Volgograd) þegar þjóðverjar voru að hörfa til baka, þá náði rússneski herinn borginni á sitt vald aftur.  

Áhugavert í Rostov-on-Don

Ef þú ferð á Nígeríuleikinn líka þá ertu búinn að vera í Volgograd og kannski kominn með nóg af söfnum um stríðið. Þá er kannski gott að gera ýmislegt skemmtilegt af sér í Rostov eins og að fara í einn af stærstu dýragörðum í Rússlandi. Rostov dýragarðurinn er 100 hektara land fullt af alls konar dýrum eins og tígrisdýrum, flóðhestum, öpum og fleiri.

Dýragarðurinn í Rostov-on-Don (Mynd: welcome2018.com)

Síðan er stór vatnsgarður með fullt af rennibrautum í Rostov. Í sólinni og góða veðrinu er ekkert betra en að skella sér í vatnsrennibrautir. Þá er H2O Water Park alveg málið.

En fyrir þau sem eru ekki búin að fá nóg af söfnum að þá finnast þau líka í Rostov eins og til dæmis Azov History, Archaeology and Paleontology Museum-Reserve, sem er eitt stærsta náttúruminjasafn suður Rússlands.

Hérna er myndband af fyrrum fegurðadrottningu Rússlands (e. Miss Russia), Victoria Lopyreva. Hún kemur frá Rostov og talar hér um hvað henni finnst merkilegt við borgina sína. Það væru eflaust margir til í að rekast á hana í vatnsgarðinum. Í myndbandinu talar hún til dæmis aðeins um hljómleikahús, svona eins og þeirra Hörpu, en það lítur út eins og risastórt píanó og er kallað Hvíta píanóið.

Verð í Rostov-on-Don

Eins og þeir sem lásu pistilinn minn um Króatíu kannski tóku eftir að þá er mér umhugað um veskið og hér koma verð á ýmsum vörum (þeim allra nauðsynlegustu) í Rostov-on-Don.

Verðin eru í íslenskum krónum.

Bjórverð í Rostov 205
Big Mac máltíð 418
2 lítra kók 151
Bensín 60,8
2 miðar í bíó 872
Út að borða fyrir 2 á ítölskum stað 4130
Sígarettupakki (Marlboro) 138
8 km. í leigubíl (dagtaxti) 640


Eins og þið sjáið ættum við íslendingar ekki að finna mikið fyrir því að fá okkur bjór eða fleira í þeim dúr í Rostov.

Fan Fest

Mynd: FIFA

Fanzone-ið, eða Fan Fest eins og FIFA kallar það á HM, verður staðsett á Theatre Square í Rostov. Á miðju torginu er 72 metra hár minnisvarði með gullmynd af gríska goðinu Neek. Þessi gullvarði sést út um alla borg og ætti því ekki að vera erfitt að finna Fan Fest í Rostov. 5 kílómetrum frá Fan Fest er völlurinn Rostov Arena.