010 – HM-uppgjör Tólfunnar

Eftir gott HM og gott sumarfrí eftir það ákváðum við að hittast á Ölveri og fara yfir HM. Við fórum yfir upplifun okkar af því að fara með vinnuhópum Tólfunnar á leiki, upplifun okkar af Rússlandi og HM, fórum yfir HM bæði út frá íslenska landsliðinu og bara út frá mótinu í heild. Við völdum það flottasta og besta af HM og í lokin sögðum við allir: Takk Heimir!

Þátttakendur í þessum þætti voru Árni Súperman, Benni bongó, Halldór gameday og í fyrsta skipti mætti Björgvin Borat í þáttinn. Hann kom vel undirbúinn með skemmtilega tölfræði og marga góða punkta.

Ef þið hafið einhverjar skemmtilegar reynslusögur af HM sem þið viljið deila með okkur þá megið þið endilega henda þeim á okkur á [email protected]

Special thanks to our friends from the Tartan Specials for allowing us to use their song in our intro.

Að sjálfsögðu þökkum við líka vinum okkar í Tónastöðinni fyrir aðstoð og ráðgjöf í græju- og hljóðmálum.