Hollandsferð, Laugardalsvöllur og fögnuður

Á fimmtudaginn fór ég ásamt vinum og kunningjum í tólfunni í helgarferð til Hollands á leikinn! Markalaust í hálfleik sem varð síðan sigur “VALLA” 3 punktar!
Hollensku vallarverðirnir reyndu allt hvað þeir gátu að dempa möguleika okkar á að hafa hátt og hvetja með því að meina okkur aðgang inn með trommufætur og standa, þeir tóku standana en gátu ekkert stoppað okkur því við Joey héldum trommunum uppi einhvern megin með hjálp tólfufagmanna. 3-4.000 Íslendingar sýndu 50.000 Hollendingum hvernig á að gera þetta!
Á heimferð var síðan tekin smá krókaleið á Ölver og Laugardalsvöll þar sem íslenska liðið reyndi hvað þeir gátu að komast í gegnum rútu kasaka sem þeir lögðu fyrir markið… Niðurstaðan sú að Ísland er komið á EM þegar 2 leikir eru eftir (hvaeraðfrellameðþað)!

Þegar kvölda tók á spilaði ég á íslenska barnum sem endaði í fjöldasöng þar sem ég var að leiða verðandi tólfur og fékk heimsókn frá landsliðspungunum Gunnleifi, Alfreð, Óla og Ara þar sem Gunnleifur og Óli rifu í smá chant og söng! Þvílík stemning sem var þar og eins gott að ég sé búinn að hlusta og læra af Drumsen!!!

Ég vil þakka öllum fyrir sem fóru út og öskruðu, klöppuðu, stöppuðu og sungu úr sér líftóruna og sérstakar þakkir fær Árni Þór Gunnarsson fyrir að leiða Ölver… lengi lifi tólfan og takk fyrir mig!

Stundin er runnin upp

Já kæru Íslendingar og Tólfur nær og fjær. Stundin er runnin upp! Það er komið að því loksins að leiða hesta okkar saman við hesta Hollendinga og etja kappi í miklum baráttuleik sem skiptir báðar þjóðir gríðarlega miklu máli. Íslendingar vilja vinna og þar með svo gott sem tryggja sig á EM á meðan Hollendingar vilja reyna að halda einhverju lífi í sínum vonum með sigri.
Fyrir um ári síðan átti undirritaður spjall við Styrmir Gíslason fyrrum formann og Guðföður Tólfunnar hvað það yrði magnað að blása í stóra ferð til Amsterdam á leikinn. Okkur fannst það frábært ef 200 Íslendingar myndu mæta! Við enduðum á að hafa svolítið rangt fyrir okkur þar!
Continue reading “Stundin er runnin upp”