Leikdagur: Ísland – Nígería

Þvílík byrjun á ferli Íslands sem þátttakandi í lokamóti HM! Enn einu sinni sýna strákarnir okkar seiglu, dugnað, hugrekki og góða fótboltaspilamennsku. Við erum samt rétt að byrja hérna, það eru allavega tveir leikir eftir í þessari keppni.

Við tókum upp podcast til að fara yfir málin og fá góðar ferðaráðleggingar frá vönum mönnum. Hér er hægt að hlusta á það.

Continue reading “Leikdagur: Ísland – Nígería”

Leikdagur: Ísland – Slóvenía

Við fengum tvo heimaleiki hjá strákunum í byrjun júní í undirbúningi þeirra fyrir HM í Rússlandi, sem er rétt að hefjast. En nú er komið að stelpunum okkar og það er alvöru leikur framundan. Fyrir þennan leik er Ísland í 2. sæti en á þennan leik inni á Þýskaland, sem er í 1. sætinu eins og er. Sigur í þessum leik kemur Íslandi í efsta sætið og næsti leikur á eftir þessum er einmitt gegn Þýskalandi í september. Það er því mikið undir og mikilvægt að láta sjá sig á vellinum og láta heyra almennilega í sér.

Continue reading “Leikdagur: Ísland – Slóvenía”

Leikdagur: Færeyjar – Ísland

A-landslið kvenna vann á föstudaginn mjög góðan útisigur á Slóveníu. Sá sigur kom liðinu tímabundið í efsta sæti 5. riðils í undankeppninni fyrir HM í Frakklandi á næsta ári. Þjóðverjar náðu efsta sætinu svo með sigri á Tékkum á laugardag en þær þýsku hafa spilað einum leik meira en Ísland. Þjóðverjar spila svo í dag í Slóveníu og verður þeim leik lokið áður en leikurinn hefst í Færeyjum. Það stefnir í hörku baráttu um efsta sætið í riðlinum og mikilvægt að taka alla leiki alvarlega.

Continue reading “Leikdagur: Færeyjar – Ísland”