Leikdagur: Ísland – Slóvenía

Fyrsti leikurinn sem íslenska A-landslið kvenna spilaði í undankeppninni fyrir EM í Hollandi á næsta ári fór fram þriðjudaginn 22. september í fyrra. 3.013 áhorfendur mættu á Laugardalsvöllinn og sáu Ísland vinna 2-0 sigur á Hvíta-Rússlandi. Undankeppnin byrjaði vel og núna, tæplega ári síðar, er liðið við það að tryggja sig inn á úrslitakeppni EM í þriðja skiptið í röð. Aðeins tveir leikir eru eftir til að klára verkefnið. Það hefst hér, gegn Slóvenum.

Byrjunarliðið í fyrsta leik undankeppninnar, gegn Hvíta-Rússlandi (Mynd: Myndasafn KSÍ)
Byrjunarliðið í fyrsta leik undankeppninnar, gegn Hvíta-Rússlandi (Mynd: Myndasafn KSÍ)

Continue reading “Leikdagur: Ísland – Slóvenía”

Afmælispistill

Áfram Ísland

Núna eru framundan 2 heimaleikir hjá A-landsliði kvenna. Stelpurnar okkar eru á endasprettinum í undankeppninni fyrir EM í Hollandi á næsta ári og stefna ekki bara á að tryggja sig þangað heldur klára undankeppnina með sama stæl og þær hafa sýnt í leikjunum til þessa. Við ætlum að mæta á leikina, styðja þetta frábæra lið og hjálpa þeim í undirbúningnum fyrir EM. En það er fleira sem við getum fagnað því þann 20. september höldum við upp á afmæli kvennalandsliðsins, þann dag verða 35 ár frá fyrsta leik þess. Mótherjinn í leiknum á þessum afmælisdegi verður sá sami og árið 1981, Skotland.

Áfram Ísland
Tveir flottir leikir framundan, smelltu á myndina til að komast í miðasöluna (mynd: KSÍ)

Continue reading “Afmælispistill”

Fjörugt haust framundan

Pistladeild Tólfunnar heilsar ykkur á ný, rétt búin að jafna sig eftir stórkostlegt sumar.  Röddin er kannski rám en hún er alveg að koma heim, hjartað slær í takt við víkingaklappið og gæsahúðin er líklega alfarið komin til að vera.

En það er nóg framundan! Þýðir ekkert að hætta bara núna. Við erum ekkert södd þótt við höfum fengið að upplifa þetta frábæra ævintýri úti í Frakklandi. Núna er sumarið búið og haustið gengið í garð með nýjum áskorunum. En hvað nákvæmlega er framundan hjá okkur?

Continue reading “Fjörugt haust framundan”