Hópurinn sem fer til Rússlands

Nú er búið að gefa út hverjir eru í 23 manna hópi Íslands fyrir HM í Rússlandi í sumar. Þar með færist mótið nær okkur öllum og spennan verður enn meiri fyrir þessu frábæra sumri sem við eigum í vændum.

Tólfan mun, líkt og fyrir síðustu stórmót, koma með nokkra upphitunarpistla í aðdraganda mótsins sem verða vonandi bæði til gagns og gamans. Undirritaður (Halldór Marteins) verður ekki einn í þessum pistlaskrifum að þessu sinni heldur munu Árni Súperman og Ósi Kóngur líka skrifa pistla. Að auki stefnum við á að vera með upphitun í næstu Tólfupodcöstum.

En að hópnum sjálfum.

Continue reading “Hópurinn sem fer til Rússlands”

005 – Perlað fyrir Kraft, HM-undirbúningur og stjórn Tólfunnar

Við fengum Benna Bongó og Svenna, formann og varaformann Tólfunnar, til okkar í skemmtilegt spjall.

Næsta laugardag verður perlað fyrir gott málefni á Laugardalsvelli, við fórum yfir hvernig undirbúningurinn gengur fyrir HM, pældum meira í væntanlegum HM-hópi karlalandsliðsins og ræddum það hvað það er gaman að vera Tólfa.

Við biðjumst afsökunar á smá tækniklúðri eftir 10 mínútur, erum enn að læra á flottu, nýju upptökugræjuna úr Tónastöðinni.

Þátttakendur í þetta skipti voru Halldór Gameday, Árni Súperman, Ósi kóngur, Benni Bongó og Sven!

Minnum á netfangið okkar, sendið póst á [email protected] ef þið viljið koma einhverju sniðugu á framfæri.

Special thanks to our friends from the Tartan Specials for allowing us to use their song in our intro.

And also a big thank you to Klaus Pfreundner and his band Radspitz for giving us a new song. Við erum Tólfan is played as an outro in this episode, with full permission from the band.

Hér eru leiðbeiningar um hvernig hægt er að hlusta á þáttinn í snjalltækjum.

004 – Keflavík, HM-hópur, Meistaradeild kvenna og Drummsen

Halldór og Ósi skelltu sér í smá road trip, alla leið til Sunny Kef þar sem Joey Drummsen mætti sem gestur í podcast Tólfunnar. Ræddum ýmis konar Tólfumál, fórum yfir pælingar varðandi væntanlegan HM-hóp karlalandsliðsins, kvörtuðum yfir skorti á Meistaradeild kvenna í íslensku sjónvarpi og margt fleira.

Umsjón: Halldór Marteins og Ósi kóngur
Gestur: Jóhann Drummsen Bianco

Þökkum Tónastöðinni kærlega fyrir aðstoð við græjuuppfærslur fyrir podkastið, alltaf hægt að treysta á góða ráðgjöf frá þessum snillingum.

Minnum á netfangið okkar, sendið póst á [email protected] ef þið viljið koma einhverju sniðugu á framfæri.

Special thanks to our friends from the Tartan Specials for allowing us to use their song in our intro.

Leiðbeiningar um hvernig hægt er að hlusta á þáttinn.

003 – Páskaþáttur og fullt af fótboltaleikjum

Páskarnir voru reyndar um daginn en það má alveg henda samt í páskaþátt.

A-landslið kvenna spilaði 2 leiki í undankeppni HM. A-landslið karla spilaði 2 vináttuleiki. U21-karla spilaði vináttuleik og leik í undankeppni EM.

Við auglýsum líka eftir HM-hóp hlustenda, sendið ykkar hóp á [email protected]

Svo ræddum við nýja stuðningsmannahringa frá Jóni og Óskari, Tólfutreyjurnar og alls konar fleira.

Þátttakendur þessa vikuna voru Halldór, Árni og Ósi.

Hér er hægt að panta Tólfutreyju.

Hér er hægt að skoða tvöfalda stuðningsmannahringinn. Hér er sá einfaldi.

Special thanks to our friends in the Tartan Specials for allowing us to use their recording for our intro.

MP3 niðurhal: 3. þáttur

Leiðbeiningar um hvernig hægt er að hlusta á þáttinn.

Leikdagur: Færeyjar – Ísland

A-landslið kvenna vann á föstudaginn mjög góðan útisigur á Slóveníu. Sá sigur kom liðinu tímabundið í efsta sæti 5. riðils í undankeppninni fyrir HM í Frakklandi á næsta ári. Þjóðverjar náðu efsta sætinu svo með sigri á Tékkum á laugardag en þær þýsku hafa spilað einum leik meira en Ísland. Þjóðverjar spila svo í dag í Slóveníu og verður þeim leik lokið áður en leikurinn hefst í Færeyjum. Það stefnir í hörku baráttu um efsta sætið í riðlinum og mikilvægt að taka alla leiki alvarlega.

Continue reading “Leikdagur: Færeyjar – Ísland”