Þá heldur undankeppnin fyrir EM 2020, EM alls staðar, loksins áfram. Hvílík gleði að fá nú gott landsleikjahlé með heimaleik hjá karlalandsliðinu okkar. Partý partý í Laugardalnum!
Leikdagur: Ísland – Tyrkland
Við fengum góðan sigur í fyrsta heimaleik Íslands í þessari undankeppni, töfrabrögð frá Jóhanni Berg og þéttur varnarleikur tryggðu þessi mikilvægu þrjú stig og það er vonandi að strákarnir nái upp sömu baráttu og sama varnarleik í næsta leik. Andstæðingarnir þar koma með mikið sjálfstraust inn í leikinn eftir virkilega öflugan sigur á heimsmeisturunum. Þetta verður rosaleg barátta!
Leikdagur: Ísland-Albanía
Það er alltaf hátíðarstund þegar íslensku landsliðin í fótbolta spila heimaleiki í júní. Núna erum við svo heppin að fá tvo júníheimaleiki og mikilvægir eru þeir! Það er dauðafæri á því að koma sér í alvöru baráttu um annað af tveimur efstu sætunum í riðlinum og þar með að komast á EM alls staðar á næsta ári. En að sama skapi væri hvert klúðrað stig á heimavelli rándýrt í þessari törn. Liðið þarf því á miklum og góðum stuðningi að halda í þessu verkefni. Við skorum því að sjálfsögðu á ykkur öll að mæta á báða leikina til að syngja vel og hvetja liðið.
Áfram Ísland!
Leikdagur: Frakkland-Ísland
Þar kom loks að sigrinum sem við höfðum beðið eftir í langan tíma. Öruggur sigur á Andorra í fyrsta leik riðilsins þar sem liðið þurfti ekki að nota of mikla orku. Sem er einmitt fínt fyrir leik númer tvö í undankeppninni.
Nú förum við aftur til París.
Leikdagur: Andorra-Ísland
Þá er komið að nýrri undankeppni. Þessi verður tekin á öllu snarpari tíma en við erum vön þar sem hún hefst í mars en klárast í nóvember sama ár. Þjóðadeildin veldur þessari breytingu og það verður fróðlegt að sjá hvernig það kemur út, sérstaklega fyrir þjóð eins og okkar, sem þarf að spila fyrstu tvo og síðustu tvo leikina á útivöllum.
Við byrjum í Andorra.