Ísland byrjaði undankeppnina fyrir HM í Frakklandi 2019 með látum og náði í mjög góðan 8-0 sigur gegn frænkum okkar frá Færeyjum. Framundan eru hins vegar þeir tveir útileikir sem fyrirfram má telja að verði þeir erfiðustu í riðlinum. Á þriðjudaginn spilar Ísland við Tékkland en fyrst er það þýska stálið.
Leikdagur: Ísland – Færeyjar
Eftir erfitt en stemningsríkt lokamót EM hjá kvennalandsliðinu í sumar er nú að hefjast ný undankeppni. Undankeppnin fyrir EM var stórkostlegt, hvað sem lokamótinu líður, og nú viljum við sjá liðið ná upp sömu stemningu og sömu spilamennsku því við viljum alveg endilega skella okkur á HM í Frakklandi árið 2019. Tólfan kann vel við sig í Frakklandi, það höfum við alveg sýnt. Fyrsti leikurinn í þvi verkefni er heimaleikur gegn Færeyjum. Þann leik ætlum við að vinna!