Ísland-Tékkland 12. Júní

Heiðvirðu Stuðningsmenn Íslands

Það mun allt fyllast af Tólfum hinn Tólfta júní næstkomandi þar sem Tólfugleði og Tólfutrall mun tröllríða Ölveri og Laugardalsvelli en þann daginn mun íslenska landsliðið mæta tékkum í gríðarlega mikilvægum knattspyrnuleik.tolfan_02Íslendingar ætla að taka þrjú stig gegn Tékkum og þar með forystuna í riðlinum. Tólfan mætir grimmari sem aldrei fyrr og Íslendingar ætla að skapa rosalegustu stemningu sem heyrst hefur á Laugardalsvelli fyrr og síðar!!!

Dagskrá:

13:30 – 16:00: Allir sem eiga Tólfutreyju geta dottið á BK kjúkling og fengið sér staðfasta góða næringu í boðið hússins og hlaðið vel í orkumusterið fyrir þennan langa dag.

15:00: Dagskráin hefst á Ölver með pöbb kvissi og verður haldið leynd yfir því hver verður spyrill. Eina sem við gefum upp er að það er fyrrum landsliðsmaður.

16:45: Töflufundur með Heimi Hallgrímssyni sem tekur um 20 mínútur eða svo. Þar fer Heimir yfir liðið og andstæðinginn og svarar nokkrum vel völdum spurningum. Allir fjölmiðlamenn eru útilokaðir á þessum hluta dagskrárinnar og öll rafeindatæki bönnuð. Menn mæta ekki með tölvur og geyma símana í vasanum á meðan þetta er í gangi! Einnig verður það þannig að ef einhver yfirgefur salinn áður en Heimir hefur lokið sér af þá fær viðkomandi ekki að koma inn aftur!

17:45: Haldið verður í skrúðgöngu út á völl eins og vaninn er. Á undan okkur munu aka tvö stór Harley Davidson hjól frá MC Hrafnar. Blys eru leyfileg í göngunni og eftir leik en eru stranglega bönnuð í stúkunni!

Eftir leik á Ölver verður skipulögð dagskrá í fyrsta skiptið þar sem verður slegið í ball í stóra salnum þar. Allir í Tólfutreyjum fá frítt inn en aðrir greiða 1.000 kr við hurðina.

22:00 – 23:00: Dj. Drummsen & Dj. Helvítis Kallinn.

23:00 – 02:00: Úlfarnir leika fyrir dansi íslensk dægurlög ásamt klassískum eldri perlum.

02:00 – 03:00: Dj. Drummsen & Dj. Helvítis Kallinn taka aftur við og loka magnaðri dagskrá.

Að auki verður andlitsmálning á Ölver fyrir leik. TILBOÐ á barnum fyrir og eftir leik.

Til þess að öll afgreiðsla gangi sem hraðast fyrir sig þá bendum við fólki á að mæta með REIÐUFÉ því það þarf að afgreiða marga á sem skemmstum tíma á Ölver. Það er hraðbanki í Glæsibæ sem verður stúfullur af seðlum þennan dag.

Við minnum fólk á ferðina með Gamanferðum: http://www.gamanferdir.is/ferdhir/fotboltaferdhir/island-holland

Sjáumst á leikdag! ÁFRAM ÍSLAND