Tólfutreyjurnar komnar í sölu

Treyjan kostar einungis 7000 kr, pantið treyjur hér

Já nú er heldur betur gaman að vera stuðningsmaður íslenska karlaliðsins í fótbolta. Liðið hefur sýnt einstakan karakter í leikjum sínum og hefur undir styrkri handleiðslu Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar náð nýjum hæðum. Saman hafa þeir skrifað nýjan og æsispennandi kafla í fótboltasögu Íslands.

Allir stuðningsmenn landsliðsins eru í Tólfunni og við, stuðningsmenn, tökum þátt í verkefninu af fullum krafti; fjölmennum á leiki, öskrum úr okkur lungun og styðjum landsliðið til þrautar í hverri orrustu. Á síðustu árum hefur Laugardalsvöllur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga. Liðnir eru þeir dagar þar sem vallargestir eru áhorfendur. Við höfum breyst í grjótharða stuðningsmenn þannig að tekið er eftir bæði heima og heiman.

Tólfan ákvað á sínum tíma að ráð væri að hanna alvöru stuðningsmannatreyjur. Þar sem við erum öll Íslendingar ákvað Tólfan að leitast eftir samstarfi við hið rótgróna fyrirtæki HENSON. Úr því samstarfi spratt einfaldlega svalasta stuðningsmannatreyjan á markaðnum í dag.

Treyjurnar eiga stóran þátt í því að þjappa mannskapnum saman og í raun skapa einstaka stuðningsmannamenningu hér á landi. Viðtökurnar hafa verið vonum framar og hefur myndast mikil stemning í kringum treyjurnar. Flestir merkja treyjurnar sínar að aftan með skrítnum en skemmtilegum nöfnum en það hefur einmitt vakið enn meiri athygli á Tólfutreyjunum fyrir vikið.

Landsliðið á nú fyrir höndum ærin verkefni en næsti leikur á dagskrá er gríðarlega mikilvægur leikur gegn Tékklandi á heimavelli hinn 12. Júní. Í framhaldinu halda strákarnir til Hollands en sá leikur fer fram 3. september. Í samstarfi við Gaman Ferðir mun Tólfan halda á vit ævintýrana og styðja við bakið á strákunum í leiknum og hvetjum við ykkur til að bóka ykkur í ferðina.

Treyjan kostar einungis 7000 kr, pantið treyjur hér

Nú höfum við opnað fyrir pantanir á Tólfutreyjunum. Þið einfaldlega pantið ykkur treyju á heimasíðu Tólfunnar og veljið nafn á bakið og stærð (s, m, l ,xl osfrv). Í framhaldinu fáið þið greiðsluseðil í heimabankann ykkar, greiðið hann og treyjan ykkar fer framleiðslu hjá HENSON. Fyrir Íslendinga sem búa erlendis getum við sent treyjuna til ykkar en þá bætist við póstburðargjald. Þá munum við verða með treyjuafhendingu í Hollandi fyrir Íslendinga sem panta sér treyju fyrir þann leikinn.