A-landslið kvenna vann á föstudaginn mjög góðan útisigur á Slóveníu. Sá sigur kom liðinu tímabundið í efsta sæti 5. riðils í undankeppninni fyrir HM í Frakklandi á næsta ári. Þjóðverjar náðu efsta sætinu svo með sigri á Tékkum á laugardag en þær þýsku hafa spilað einum leik meira en Ísland. Þjóðverjar spila svo í dag í Slóveníu og verður þeim leik lokið áður en leikurinn hefst í Færeyjum. Það stefnir í hörku baráttu um efsta sætið í riðlinum og mikilvægt að taka alla leiki alvarlega.
Leikdagur: Ísland – Færeyjar
Eftir erfitt en stemningsríkt lokamót EM hjá kvennalandsliðinu í sumar er nú að hefjast ný undankeppni. Undankeppnin fyrir EM var stórkostlegt, hvað sem lokamótinu líður, og nú viljum við sjá liðið ná upp sömu stemningu og sömu spilamennsku því við viljum alveg endilega skella okkur á HM í Frakklandi árið 2019. Tólfan kann vel við sig í Frakklandi, það höfum við alveg sýnt. Fyrsti leikurinn í þvi verkefni er heimaleikur gegn Færeyjum. Þann leik ætlum við að vinna!