Það eru skiptar skoðanir á Þjóðadeild Evrópu. Sumum finnst þessi keppni algjör óþarfi, tilgangslaus og bara til þess fallin að skapa óþarflega mikið álag á knattspyrnumenn á meðan aðrir sjá möguleikann í að þetta verði alvöru keppni sem gaman verði að vinna. Við verðum að sjá til hvernig þróunin verður á keppninni en hér erum við núna og það er komið að þriðja leik Íslands í keppninni. Fyrri tveir enduðu ekki vel svo það er í það minnsta tilefni fyrir leikmenn og stuðningsfólk að gera betur, sýna að við viljum halda áfram að ná góðum árangri inni á vellinum og í stúkunni. Komaso!
Leikdagur: Ísland – Belgía
Eftir erfiða byrjun í Þjóðadeildinni er strax komið að næsta leik. Í þetta skipti er þetta heimaleikur en mótherjinn er jafnvel enn sterkari á blaði en þetta svissneska lið sem vann Ísland með miklum yfirburðum í síðasta leik. Bronsliðið frá HM mætir í Laugardalinn, nú þurfa menn að sýna úr hverju þeir eru gerðir.
Leikdagur: Ísland – Tékkland
Þá er bara einn leikur eftir í undankeppninni og það er úrslitaleikur um að komast í umspilsviðureignir um síðasta sætið sem verður í boði á HM í Frakklandi á næsta ári. Við viljum meira, við viljum umspil, við viljum HM!
Leikdagur: Ísland – Þýskaland
Hvílíkur leikur sem er framundan!
Leikdagur: Ísland – Slóvenía
Við fengum tvo heimaleiki hjá strákunum í byrjun júní í undirbúningi þeirra fyrir HM í Rússlandi, sem er rétt að hefjast. En nú er komið að stelpunum okkar og það er alvöru leikur framundan. Fyrir þennan leik er Ísland í 2. sæti en á þennan leik inni á Þýskaland, sem er í 1. sætinu eins og er. Sigur í þessum leik kemur Íslandi í efsta sætið og næsti leikur á eftir þessum er einmitt gegn Þýskalandi í september. Það er því mikið undir og mikilvægt að láta sjá sig á vellinum og láta heyra almennilega í sér.