Leikdagur: Tyrkland – Ísland

Nú eru aðeins tveir leikir eftir hjá íslenska karlalandsliðinu í undankeppninni fyrir HM í Rússlandi sem fram fer næsta sumar. Ísland er í 2. sæti eins og er eftir marga flottar frammistöður. Eftir 180 mínútur af fótbolta (plús uppbótartíma) vitum við hvort Ísland sé á leið til Rússlands, fari í umspil um sæti á HM eða sé úr leik. Allt getur gert en það er algjörlega í höndum okkar manna að tryggja sér í það minnsta umspilsviðureign.

Continue reading “Leikdagur: Tyrkland – Ísland”

Leikdagur: Ísland – Tyrkland

Síðasti leikur var rosalegur. Eftir víti í slá, skot í stöng og of margar virkilega góðar markvörslur frá finnska markverðinum þá var farið að hvarfla að manni að þetta væri einfaldlega einn af þessum dögum fyrir strákana okkar. Að þetta væri ekki okkar dagur. En strákarnir voru með önnur plön og kláruðu leikinn á ævintýralega skemmtilegan hátt fyrir okkur.

Næst á dagskránni er annar heimaleikur, í þetta skiptið gegn Tyrkjum. Við könnumst nú aðeins við Tyrkina, það er ekki langt síðan við mættum þeim síðast.

icetur

Continue reading “Leikdagur: Ísland – Tyrkland”