Upphitun Tyrkland – Ísland

UPPHITUN

Hvað er í gangi?
A-landslið karla, undankeppni EM 2016
10. og síðasti leikurinn í A-riðli
Tyrkland – Ísland
13. október 2015, kl. 18:45

Völlur: Konya Büyükşehir Torku Arena
Nýr völlur, var opnaður í september 2014. Tekur 42.276 manns í sæti. Er heimavöllur Konyaspor sem spilar í tyrknesku Süper Lig, efstu deildinni. Tyrkneska landsliðið hefur spilað síðustu tvo landsleiki á þessum velli eftir að hafa áður spilað í Istanbúl.

Dómari: Gianluca Rocchi (frá Ítalíu)

Skybet-stuðlarnir
Tyrkland vinnur: 1/2
Jafntefli: 3/1
Ísland vinnur: 6/1
Continue reading “Upphitun Tyrkland – Ísland”

Upphitun Ísland-Lettland

UPPHITUN
A-landslið karla
Undankeppni fyrir EM 2016
A-riðill, 9. leikur
Ísland – Lettland
10. október 2015, kl. 16:00

Laugardalsvöllur.
Í vesturstúkunni eru 6.300 sæti. Í austurstúkunni eru 3.500 sæti, þar á meðal Tólfuhólfið. Samtals geta því 9.800 manns mætt á völlinn. Metfjöldi áhorfenda á leik í Laugardalnum er þó 20.204 sem sáu leik Íslands gegn Ítalíu 18. ágúst 2004.

Dómari: Aleksei Eskov (frá Rússlandi)

Lengjustuðlarnir
Íslenskur sigur: 1,40
Jafntefli: 3,30
Lettneskur sigur: 4,90
Continue reading “Upphitun Ísland-Lettland”

Stundin er runnin upp

Já kæru Íslendingar og Tólfur nær og fjær. Stundin er runnin upp! Það er komið að því loksins að leiða hesta okkar saman við hesta Hollendinga og etja kappi í miklum baráttuleik sem skiptir báðar þjóðir gríðarlega miklu máli. Íslendingar vilja vinna og þar með svo gott sem tryggja sig á EM á meðan Hollendingar vilja reyna að halda einhverju lífi í sínum vonum með sigri.
Fyrir um ári síðan átti undirritaður spjall við Styrmir Gíslason fyrrum formann og Guðföður Tólfunnar hvað það yrði magnað að blása í stóra ferð til Amsterdam á leikinn. Okkur fannst það frábært ef 200 Íslendingar myndu mæta! Við enduðum á að hafa svolítið rangt fyrir okkur þar!
Continue reading “Stundin er runnin upp”

Að vera Tólfa á útileikjum

Að vera alvöru Tólfa þýðir ekki endilega að maður verði að mæta á alla útileiki. Tólfan virðir það að allir hafa ekki efni á eða möguleika á að komast á útileiki. Mér finnst alveg frábært hvað það eru margir sem að eru að fara til Hollands og sjá sögulegan viðburð. Hvernig sem leikurinn fer er nú þegar búið að skrifa þennan leik í sögubækurnar, aldrei hafa fleiri Íslendingar farið á útileik með íslenska landsliðinu. Ég veit að allar okkar Tólfur sem verða þar munu syngja sig hása á vellinum og mun ekki fara framhjá neinum að Tólfan er mætt. En við hin sem komumst ekki til Hollands munum kappkosta við að mynda stemningu hér heima á heimavelli Tólfunnar, Ölveri. Að horfa á útileik í sjónvarpi (skjávarpa) á pöbb hljómar kannski ekki spennandi fyrir marga. Sumir spyrja sig örugglega af hverju að fara á pöbb þegar ég get horft á þetta heima?

Ég viðurkenni að ég fékk smá kjánahroll fyrst þegar ég var að horfa á leik á ölver og menn voru að syngja með og tralla. Mér eins og öruggleg mörgum fannst að þetta ætti bara heima í stúkunni. En sannleikurinn er sá að það er ótrúlega gaman að taka þátt í stemningu og syngja saman með fótboltaleik (meira að segja inná pöbb). Stemningin sem myndaðist á ölver yfir útileiknum á móti Noregi var svakaleg. Það var ótrúlegt að upplifa þetta móment þegar leikurinn endaði og í ljós kom að Ísland væri að fara í umspil í undankeppni HM, ég endurtek ÍSLAND á leiðinni í umspil í undankeppni HM, hver hefði trúað því????
Stemningin þá var ótrúleg og ég er svo ánægður að hafa ekki horft á leikinn heima heldur verið með Tólfunni á Ölver.

Því segi ég við alla þá sem komast ekki til Hollands að það kemur ekki til greina að horfa á leikinn heima. Ölver er staðurinn og þar verður svaka stemning sem undir forystu Árni (Superman) verður geðveik. Þó að ég sé ekki að fara til Hollands get ég varla beðið eftir leiknum, ég er svo peppaður(svo ég vitni í drummerinn) að það er ótrúlegt.

Ég er stolt Tólfa
Með Tólfukveðju

Ósi Kóngur (aka vinur supermans)