008 – Gameday-stemningin gegn Noregi og Gana plús pepp fyrir kvennalandsliðið

Við tókum upp alls konar innslög í kringum leiki karlalandsliðsins við Noreg og Gana. Stemningin var heilt yfir mjög góð. Svo peppuðum við að sjálfsögðu kvennalandsliðið fyrir mjög mikilvægan leik gegn Slóveníu sem verður spilaður mánudaginn 11. júní 2018.

Umsjón: Árni Súperman, Halldór Gameday og Ósi Kóngur.
Viðmælendur: Alls konar skemmtilegt fólk sem mætti á landsleikina gegn Noreg og Gana.

Við minnum á miðasöluna fyrir leikinn á mánudaginn. Hvetjum ykkur öll til að mæta með kæti og læti og styðja stelpurnar okkar alla leið á HM!

Sömuleiðis viljum við minna á afskaplega gagnlegan og skemmtilegan þátt af podcasti Tólfunnar sem kom út núna síðast, þar sem við ræddum við Víði Reynisson, öryggisfulltrúa KSÍ.

Hér er svo mynd af okkar eigin Benna Bongó með kúrekahattinn sem rætt var um í þættinum. Hvílíkur eðalhattur!

Minnum á netfangið okkar, sendið póst á [email protected] ef þið viljið koma einhverju sniðugu á framfæri.

Special thanks to our friends from the Tartan Specials for allowing us to use their song in our intro.

Sérstakt shoutout á snillingana í Tónastöðinni fyrir hjálp með hljóðfæra- og græjumál.