Þá er það lokaleikurinn í undankeppninni fyrir EM alls staðar á næsta ári. 90 mínútur eftir af þessari undankeppni og um að gera að nýta þær sem best. Andstæðingurinn er ekki sá öflugasti og við gerum skýra kröfu um að hirða öll þrjú stigin í leiknum. Þótt það sé ekki lengur möguleiki á að komast á EM í gegnum undankeppnina þá væri gaman að sjá leikmenn gefa allt í þennan leik, sérstaklega ef við sjáum ný andlit fá góðar mínútur.
Continue reading “Leikdagur: Moldóva – Ísland”Leikdagur: Ísland – Andorra
Íslenska liðið sýndi frábæran baráttuanda gegn heimsmeisturum Frakka í síðasta leik. Nú ríður á að halda því áfram og landa þremur stigum gegn Andorra. Við hvetjum fólk til að mæta jafn vel á þennan leik og þann síðasta og vera jafn duglegt að hvetja liðið og fólkið sem lagði leið sína á Laugardalsvöllinn á föstudagskvöldið. Við viljum sigur, við þurfum sigur. Áfram Ísland!
Continue reading “Leikdagur: Ísland – Andorra”Leikdagur: Ísland – Frakkland
Eftir svekkjandi skell í síðasta leik gegn Albaníu er komið að næsta leik í undankeppninni fyrir EM alls staðar. Nú fáum við tvo heimaleiki í röð og sá fyrri er ekki gegn neinum aukvissum heldur sjálfum heimsmeisturunum. Nú þurfa strákarnir okkar svo sannarlega stuðning.
Continue reading “Leikdagur: Ísland – Frakkland”Leikdagur: Lettland – Ísland
Íslenska kvennalandsliðið var í pásu frá undankeppninni fyrir helgina og spilaði þess í stað vináttuleik við Frakka. Á meðan nýtti sænska landsliðið tækifærið og komst upp fyrir það íslenska, reyndar bara á markatölu því liðin eru bæði með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina. Við viljum sjá okkar konur halda áfram á sömu braut og það er komið að næsta verkefni í leiðinni á EM í Englandi 2021.
Continue reading “Leikdagur: Lettland – Ísland”Leikdagur: Tyrkland – Ísland
Þá er komið að næst síðasta leik Íslands í þessari undankeppni. Eins og staðan er núna virðast allar líkur á því að við þurfum að fara í umspil í mars, Tyrkland er í lykilstöðu í baráttunni við Ísland um annað af tveimur efstu sætum riðilsins með Frakklandi. En þetta er ekki búið ennþá! Það er enn möguleiki á að klára þetta strax. Til þess þurfum við bara að vinna báða leikina okkar, þ.á m. Tyrkina á þeirra heimavelli í þessum leik, og treysta svo á að Ilde Lima og félagar geri eitthvað sniðugt gegn Tyrklandi í lokaumferðinni.
Continue reading “Leikdagur: Tyrkland – Ísland”