Borgarpistill : París/Saint-Denis

Þá er það seinasti borgarpistillinn. Ég mun fjalla bæði um París og Saint-Denis í þessum pistli enda er Ísland að keppa við Austurríki þann 22. júní, klukkan 21:00 að staðartíma (19:00 á Íslandi), á þjóðarleikvangi Frakka, Stade De France. Völlurinn er í úthverfi norðan við París en það úthverfi heitir einmitt Saint-Denis. Það er ljóst að við í Tólfunni munum hita upp á leikdag í Fanzone borganna, það er öruggast í ljósi ástandsins í Frakklandi í augnablikinu og ætlum við í Tólfunni ekki að gera neitt sem getur hugsanlega ógnað öryggi fólks. Þess vegna er allt gert með samráði við lögregluyfirvöld ytra. Ég mun fjalla sérstaklega um Fanzone borganna seinna í pistlinum en takið þó eftir að það eru tvö Fanzone á þessu svæði, eitt hjá Eiffel turninum og hitt í Saint-Denis. Saint-Denis Fanzone-ið er sá staður sem við verðum á á leikdag, þann 22. júní.

Continue reading “Borgarpistill : París/Saint-Denis”

Vellirnir: Stade de France

Síðasti leikur íslenska landsliðsins í riðlakeppni EM 2016 fer fram á Stade de France vellinum í Saint-Denis, úthverfi í norðurhluta París. Merkilegur völlur fyrir merkilega viðureign gegn Austurríki. Ef Ísland fer lengra í keppninni þá er alveg ljóst að liðið mun spila á fjórða vellinum. En látum það bíða betri tíma, núna er það Stade de France

stada-de-france-01
Stade de France (mynd: http://www.stadiumguide.com/stadedefrance/)

Continue reading “Vellirnir: Stade de France”

Borgarpistill : Marseille

Borgarpistlarnir halda áfram og nú er það Marseille. Á Stade Vélodrome verður háður annar leikur okkar á EM þann 18. júní klukkan 18:00 á staðartíma (klukkan 4 á Íslandi). Sem þýðir að margir Íslendingar verða einmitt í Marseille 17. júní, þjóðhátíðardag okkar, sem verður eflaust eitthvað í sögubækurnar, klárlega. Erfitt er þó að sitja hérna og skrifa sérstaklega um 17. júní þar sem mikið er af orðrómum en þegar þessi pistill fer í loftið þá er ekkert orðið staðfest svo ég mun halda áfram með hin hefðbundna borgarpistil og 17. júní mun eflaust skýrast betur þegar nær dregur.

Marseille_Vieux_Port_Night Continue reading “Borgarpistill : Marseille”