Afmælispistill

Núna eru framundan 2 heimaleikir hjá A-landsliði kvenna. Stelpurnar okkar eru á endasprettinum í undankeppninni fyrir EM í Hollandi á næsta ári og stefna ekki bara á að tryggja sig þangað heldur klára undankeppnina með sama stæl og þær hafa sýnt í leikjunum til þessa. Við ætlum að mæta á leikina, styðja þetta frábæra lið og hjálpa þeim í undirbúningnum fyrir EM. En það er fleira sem við getum fagnað því þann 20. september höldum við upp á afmæli kvennalandsliðsins, þann dag verða 35 ár frá fyrsta leik þess. Mótherjinn í leiknum á þessum afmælisdegi verður sá sami og árið 1981, Skotland.

Áfram Ísland
Tveir flottir leikir framundan, smelltu á myndina til að komast í miðasöluna (mynd: KSÍ)

Continue reading Afmælispistill

Fjörugt haust framundan

Pistladeild Tólfunnar heilsar ykkur á ný, rétt búin að jafna sig eftir stórkostlegt sumar.  Röddin er kannski rám en hún er alveg að koma heim, hjartað slær í takt við víkingaklappið og gæsahúðin er líklega alfarið komin til að vera.

En það er nóg framundan! Þýðir ekkert að hætta bara núna. Við erum ekkert södd þótt við höfum fengið að upplifa þetta frábæra ævintýri úti í Frakklandi. Núna er sumarið búið og haustið gengið í garð með nýjum áskorunum. En hvað nákvæmlega er framundan hjá okkur?

Continue reading Fjörugt haust framundan

Leikdagur: Ísland – England

16-liða úrslit í lokakeppni EM. 16 bestu karlalandslið Evrópu. Síðasti leikurinn í 16-liða úrslitum, þarna kemur í ljós hvaða lið verður síðast til að tryggja sig inn í 8-liða úrslitin. Í bláa horninu, víkingarnir frá Íslandi. Í hvíta horninu, ljónin frá Englandi. Nú verður allt gefið í þetta. Okkar menn eru ekki saddir, þeir vilja meira. Þeir eru enn hungraðir. Þá langar í ljónasteik. Verði ykkur að góðu!

engisl01

Continue reading Leikdagur: Ísland – England

Vellirnir: Stade de Nice (Allianz Riviera)

Íslenska karlalandsliðið lét sér ekki nægja að taka þátt í riðlakeppninni á sínu fyrsta stórmóti heldur bætir í það minnsta einum leik við til viðbótar. Og einum nýjum velli. En aðeins einum nýjum velli. Ef Ísland fer lengra í mótinu þá heimsækir liðið aftur velli sem það var búið að spila á. Fyrst Saint-Denis, þá Marseille og loks aftur Saint-Denis. En fyrst er það Allianz Riviera völlurinn í Nice.

Völlurinn í Nice
Völlurinn í Nice

Continue reading Vellirnir: Stade de Nice (Allianz Riviera)