Hópurinn sem fer til Rússlands

Nú er búið að gefa út hverjir eru í 23 manna hópi Íslands fyrir HM í Rússlandi í sumar. Þar með færist mótið nær okkur öllum og spennan verður enn meiri fyrir þessu frábæra sumri sem við eigum í vændum.

Tólfan mun, líkt og fyrir síðustu stórmót, koma með nokkra upphitunarpistla í aðdraganda mótsins sem verða vonandi bæði til gagns og gamans. Undirritaður (Halldór Marteins) verður ekki einn í þessum pistlaskrifum að þessu sinni heldur munu Árni Súperman og Ósi Kóngur líka skrifa pistla. Að auki stefnum við á að vera með upphitun í næstu Tólfupodcöstum.

En að hópnum sjálfum.

Continue reading “Hópurinn sem fer til Rússlands”

Íslenski hópurinn sem fer á EM í Hollandi

Nú er búið að tilkynna hvaða knattspyrnukonur fara fyrir Íslands hönd á EM í Hollandi eftir tæpan mánuð. Freyr Alexandersson tilkynnti 23 leikmanna hóp í dag og nú er virkilega hægt að fara að peppa sig upp í þessa veislu. Við í Tólfunni látum ekki okkar eftir liggja, nú er upphitunartímabilið formlega hafið fyrir þetta stórmót og fram að móti munu birtast upphitunarpistlar um hitt og þetta varðandi mótið. Við byrjum á hópnum.

Continue reading “Íslenski hópurinn sem fer á EM í Hollandi”