Gulli Gull

Nú eru 10 dagar í dráttinn og við verðum með nokkra skemmtilega pistla á heimasíðu okkar, www.tolfan.is. Fyrstur með pistil er okkar magnaði markvörður Gunnleifur Gunnleifsson eða rétt að segja Gulli Gull. Frábær pistill um okkur í Tólfunni, strákana í landsliðinu og óska mótherja í drættinum 12.12. Hér kemur pistillinn: Continue reading “Gulli Gull”

Upphitun Tyrkland – Ísland

UPPHITUN

Hvað er í gangi?
A-landslið karla, undankeppni EM 2016
10. og síðasti leikurinn í A-riðli
Tyrkland – Ísland
13. október 2015, kl. 18:45

Völlur: Konya Büyükşehir Torku Arena
Nýr völlur, var opnaður í september 2014. Tekur 42.276 manns í sæti. Er heimavöllur Konyaspor sem spilar í tyrknesku Süper Lig, efstu deildinni. Tyrkneska landsliðið hefur spilað síðustu tvo landsleiki á þessum velli eftir að hafa áður spilað í Istanbúl.

Dómari: Gianluca Rocchi (frá Ítalíu)

Skybet-stuðlarnir
Tyrkland vinnur: 1/2
Jafntefli: 3/1
Ísland vinnur: 6/1
Continue reading “Upphitun Tyrkland – Ísland”

Upphitun Ísland-Lettland

UPPHITUN
A-landslið karla
Undankeppni fyrir EM 2016
A-riðill, 9. leikur
Ísland – Lettland
10. október 2015, kl. 16:00

Laugardalsvöllur.
Í vesturstúkunni eru 6.300 sæti. Í austurstúkunni eru 3.500 sæti, þar á meðal Tólfuhólfið. Samtals geta því 9.800 manns mætt á völlinn. Metfjöldi áhorfenda á leik í Laugardalnum er þó 20.204 sem sáu leik Íslands gegn Ítalíu 18. ágúst 2004.

Dómari: Aleksei Eskov (frá Rússlandi)

Lengjustuðlarnir
Íslenskur sigur: 1,40
Jafntefli: 3,30
Lettneskur sigur: 4,90
Continue reading “Upphitun Ísland-Lettland”

Hollandsferð, Laugardalsvöllur og fögnuður

Á fimmtudaginn fór ég ásamt vinum og kunningjum í tólfunni í helgarferð til Hollands á leikinn! Markalaust í hálfleik sem varð síðan sigur “VALLA” 3 punktar!
Hollensku vallarverðirnir reyndu allt hvað þeir gátu að dempa möguleika okkar á að hafa hátt og hvetja með því að meina okkur aðgang inn með trommufætur og standa, þeir tóku standana en gátu ekkert stoppað okkur því við Joey héldum trommunum uppi einhvern megin með hjálp tólfufagmanna. 3-4.000 Íslendingar sýndu 50.000 Hollendingum hvernig á að gera þetta!
Á heimferð var síðan tekin smá krókaleið á Ölver og Laugardalsvöll þar sem íslenska liðið reyndi hvað þeir gátu að komast í gegnum rútu kasaka sem þeir lögðu fyrir markið… Niðurstaðan sú að Ísland er komið á EM þegar 2 leikir eru eftir (hvaeraðfrellameðþað)!

Þegar kvölda tók á spilaði ég á íslenska barnum sem endaði í fjöldasöng þar sem ég var að leiða verðandi tólfur og fékk heimsókn frá landsliðspungunum Gunnleifi, Alfreð, Óla og Ara þar sem Gunnleifur og Óli rifu í smá chant og söng! Þvílík stemning sem var þar og eins gott að ég sé búinn að hlusta og læra af Drumsen!!!

Ég vil þakka öllum fyrir sem fóru út og öskruðu, klöppuðu, stöppuðu og sungu úr sér líftóruna og sérstakar þakkir fær Árni Þór Gunnarsson fyrir að leiða Ölver… lengi lifi tólfan og takk fyrir mig!