Leikdagur: Ísland-Albanía

Það er alltaf hátíðarstund þegar íslensku landsliðin í fótbolta spila heimaleiki í júní. Núna erum við svo heppin að fá tvo júníheimaleiki og mikilvægir eru þeir! Það er dauðafæri á því að koma sér í alvöru baráttu um annað af tveimur efstu sætunum í riðlinum og þar með að komast á EM alls staðar á næsta ári. En að sama skapi væri hvert klúðrað stig á heimavelli rándýrt í þessari törn. Liðið þarf því á miklum og góðum stuðningi að halda í þessu verkefni. Við skorum því að sjálfsögðu á ykkur öll að mæta á báða leikina til að syngja vel og hvetja liðið.

Áfram Ísland!

Continue reading “Leikdagur: Ísland-Albanía”

Tilkynning frá Benna Bongó

Góðan daginn öllsömul.

Ég get ekki komið öllu frá mér sem ég vil í þessari yfirlýsingu og mun ég henda inn frekara uppgjöri mjög fljótlega.

Hafa ber í huga að hætta skal leik er hæst hann stendur og ekkert varir að eilífu. En þannig eru mál með vexti að ég hef ákveðið að hætta í Tólfunni núna og ætla ég að snúa mér að öðru í lífinu. Þetta er búið að vera geggjað ferðalag og rosalega mörg ógleymanleg augnablik sem maður hefur upplifað með ykkur öllum. En núna er minn tími kominn og kveð ég Tólfuna frá og með þessari stundu. Og óska ég þess heitt að Tólfuandinn og Tólfan haldi áfram að vera jákvætt og öflugt sameiningarafl sem hún er með nýjum straumum.

Takk kærlega fyrir mig.
Kær kveðja,

Benni Bongó

Leikdagur: Ísland – Nígería

Þvílík byrjun á ferli Íslands sem þátttakandi í lokamóti HM! Enn einu sinni sýna strákarnir okkar seiglu, dugnað, hugrekki og góða fótboltaspilamennsku. Við erum samt rétt að byrja hérna, það eru allavega tveir leikir eftir í þessari keppni.

Við tókum upp podcast til að fara yfir málin og fá góðar ferðaráðleggingar frá vönum mönnum. Hér er hægt að hlusta á það.

Continue reading “Leikdagur: Ísland – Nígería”