Vorið er komið, sumarið er á næsta leyti og ilmurinn af iðagrænum knattspyrnuvöllum er farinn að fylla loftið. Það er ýmislegt skemmtilegt í gangi hjá okkur og okkar fólki þessa dagana, tilvalið að taka létta yfirferð yfir það helsta sem hefur verið að gerast síðustu daga.
Fyrst ber að nefna stórgóðan útisigur hjá kvennalandsliðinu okkar gegn Slóvenum í undankeppni HM. Gunnhildur Yrsa, sem hefur byrjað frábærlega með Utah Royals í Bandaríkjunum, kom liðinu á bragðið áður en reynsluboltinn Rakel Hönnudóttir kláraði dæmið. Ísland er þar með komið með 10 stig eftir 4 umferðir og á enn 3 heimaleiki eftir.
En það var fleira um að vera.