Tólfan og Ísland í dag

Vorið er komið, sumarið er á næsta leyti og ilmurinn af iðagrænum knattspyrnuvöllum er farinn að fylla loftið. Það er ýmislegt skemmtilegt í gangi hjá okkur og okkar fólki þessa dagana, tilvalið að taka létta yfirferð yfir það helsta sem hefur verið að gerast síðustu daga.

Fyrst ber að nefna stórgóðan útisigur hjá kvennalandsliðinu okkar gegn Slóvenum í undankeppni HM. Gunnhildur Yrsa, sem hefur byrjað frábærlega með Utah Royals í Bandaríkjunum, kom liðinu á bragðið áður en reynsluboltinn Rakel Hönnudóttir kláraði dæmið. Ísland er þar með komið með 10 stig eftir 4 umferðir og á enn 3 heimaleiki eftir.

En það var fleira um að vera.

Continue reading “Tólfan og Ísland í dag”

Nýja treyjan og samstarf við Errea

Nýja landsliðstreyja íslensku fótboltalandsliðanna var kynnt í dag. Við sama tilefni var opinberað samstarf hjá Tólfunni og Errea. Tólfum stendur til boða að kaupa sér landsliðstreyju í gegnum vefverslun Errea og láta merkja hana með nafni án aukakostnaðar.

Við reiknum með að treyjurnar fari í sölu á vefversluninni á morgun.

Áfram Ísland!

Úrdráttarpistill

Þegar kemur að því að setja saman draumariðil fyrir strákana okkar á EM 2016 er margt sem hægt er að huga að. Það er hægt að taka mismunandi vinkla á þessu öllu saman. Til dæmis er hægt að taka grunntilfinningu á þetta, hvaða lið væri skemmtilegt að fá með Íslandi í riðil. Ef það væri reglan þá hefði ég til dæmis hent í Írland og Norður-Írland sem óskamótherja, það er bara eitthvað svo heillandi tilhugsun við að taka gott fótboltastórmótsdjamm með írsku frændum okkar. En þar sem báðar þessar þjóðir eru með Íslandi í styrkleikaflokki þá gengur það ekki upp. Continue reading “Úrdráttarpistill”

Týnda tólfan

Heilt og sælt elsku tólfufólk, vonandi hafið þið öll það sem allra best.
Jóhann Ingi heiti ég og ætla ég að skrifa léttan pistil um dráttinn í lokakeppni EM í Frakklandi en það eru örfáir dagar í að við fáum að vita hvaða þjóðum við mætum á okkar fyrsta stórmóti A-landslið karla en drátturinn fer fram núna á laugardaginn þegar þessi pistill er skrifaður. Continue reading “Týnda tólfan”