009 – Strákarnir á HM og stelpurnar í efsta sætið

HM er byrjað! Hvílík gleði og þvílík frammistaða hjá liðinu í fyrsta leiknum. Árni og Birkir voru á staðnum og koma með sína upplifun á þessu og góðar ráðleggingar fyrir ferðalanga á leið til Rússlands.

Stelpurnar okkar náðu líka fyrsta sætinu í sínum riðli í undankeppninni fyrir HM í Frakklandi. Við peppum þann leik því framundan er algjör partýstemning á kvennalandsleik 1. september.

Förum líka yfir hvernig okkur finnst HM hafa byrjað, VAR-pælingar og fleira.

Þátttakendur í þetta skiptið voru Árni Súperman, Ósi Kóngur, Halldór Gameday og Birkir Viking Ólafsson sem fékk að vera fyrsti gesturinn sem mætir í annað skiptið í þáttinn.

Minnum á netfangið okkar, sendið póst á [email protected] ef þið viljið koma einhverju sniðugu á framfæri.

Special thanks to our friends from the Tartan Specials for allowing us to use their song in our intro.

Sérstakt shoutout á snillingana í Tónastöðinni fyrir hjálp með hljóðfæra- og græjumál.

Rússneska leigubílaappið sem við ræddum í þættinum heitir Yandex Taxi. Hér er hægt að sækja það fyrir Android síma og hér má ná í það í Apple síma.

 

Hér eru upplýsingar um Tólfupodcastið.

Hérna eru leiðbeiningar um hvernig er hægt að hlusta.

008 – Gameday-stemningin gegn Noregi og Gana plús pepp fyrir kvennalandsliðið

Við tókum upp alls konar innslög í kringum leiki karlalandsliðsins við Noreg og Gana. Stemningin var heilt yfir mjög góð. Svo peppuðum við að sjálfsögðu kvennalandsliðið fyrir mjög mikilvægan leik gegn Slóveníu sem verður spilaður mánudaginn 11. júní 2018.

Umsjón: Árni Súperman, Halldór Gameday og Ósi Kóngur.
Viðmælendur: Alls konar skemmtilegt fólk sem mætti á landsleikina gegn Noreg og Gana.

Við minnum á miðasöluna fyrir leikinn á mánudaginn. Hvetjum ykkur öll til að mæta með kæti og læti og styðja stelpurnar okkar alla leið á HM!

Sömuleiðis viljum við minna á afskaplega gagnlegan og skemmtilegan þátt af podcasti Tólfunnar sem kom út núna síðast, þar sem við ræddum við Víði Reynisson, öryggisfulltrúa KSÍ.

Hér er svo mynd af okkar eigin Benna Bongó með kúrekahattinn sem rætt var um í þættinum. Hvílíkur eðalhattur!

Minnum á netfangið okkar, sendið póst á [email protected] ef þið viljið koma einhverju sniðugu á framfæri.

Special thanks to our friends from the Tartan Specials for allowing us to use their song in our intro.

Sérstakt shoutout á snillingana í Tónastöðinni fyrir hjálp með hljóðfæra- og græjumál.

007 – Alls konar gagnlegar upplýsingar fyrir HM

Við fengum mjög góðan gest til okkar í þáttinn. Víðir Reynisson, öryggisfulltrúi KSÍ, bauð okkur upp á Hilton Hótel í spjall. Þar ræddum við um hans störf, ferðagrúppuna fyrir stuðningsfólk landsliðanna, Rússland og margt fleira. Hann svaraði spurningum frá hlustendum og við fórum líka aðeins yfir risapartý Tólfunnar og Tripical í Rússlandi.

Þetta er sérstaklega gagnlegur þáttur fyrir þau ykkar sem ætlið að ferðast til Rússlands en vonandi líka skemmtilegur fyrir þau sem fara ekki þangað.

Þátttakendur í þessum þætti voru Árni Súperman, Halldór Gameday, Ósi Kóngur og Víðir Reynisson.

Minnum á netfangið okkar, sendið póst á [email protected] ef þið viljið koma einhverju sniðugu á framfæri.

Special thanks to our friends from the Tartan Specials for allowing us to use their song in our intro.

Outro is Kalinka by RmitA.

Sérstakt shoutout á snillingana í Tónastöðinni fyrir hjálp með hljóðfæra- og græjumál.

Hér eru upplýsingar um hvernig þið getið hlustað á þáttinn.

Hérna er Ferðagrúppa stuðningsmanna landsliðanna, sem við ræddum í þættinum.

Hérna er bókunarsíða fyrir Risapartý Tólfunnar og Tipical. Athugið að það verður einnig hægt að kaupa miða á Ölveri á laugardaginn, fyrir leik Íslands og Noregs.

Hér eru upplýsingar um borgaraþjónustu Utanríkisráðuneytisins.

006 – Íslandsmet Tólfunnar, Iniesta, súpufundur, HM-pælingar og spjall við erlendan blaðamann

Tólfan setti Íslandsmet! Við förum yfir það. Við erum annars búnir að vera uppteknir við að kveðja Iniesta, kíkja á súpulausan súpufund, spá fyrir um leikina á HM, spá í hóp Íslands á HM, skrifa upphitunarpistla og fleira.

Við tókum líka smá spjall við erlendan blaðamann, John Leicester frá The Associated Press, um það hvernig er að vera einn af mörgum erlendum blaðamönnum sem koma til Íslands til að fjalla um íslenska fótboltaævintýrið.

Þátttakendur í þetta skiptið voru Árni Súperman, Halldór Gameday, Ósi Kóngur og John Leicester.

Minnum á netfangið okkar, sendið póst á [email protected] ef þið viljið koma einhverju sniðugu á framfæri.

Special thanks to our friends from the Tartan Specials for allowing us to use their song in our intro.

Sérstakt shoutout á snillingana í Tónastöðinni fyrir hjálp með hljóðfæra- og græjumál.

Hér eru leiðbeiningar um mismunandi leiðir til að hlusta á podcastið og gerast áskrifandi að því.

005 – Perlað fyrir Kraft, HM-undirbúningur og stjórn Tólfunnar

Við fengum Benna Bongó og Svenna, formann og varaformann Tólfunnar, til okkar í skemmtilegt spjall.

Næsta laugardag verður perlað fyrir gott málefni á Laugardalsvelli, við fórum yfir hvernig undirbúningurinn gengur fyrir HM, pældum meira í væntanlegum HM-hópi karlalandsliðsins og ræddum það hvað það er gaman að vera Tólfa.

Við biðjumst afsökunar á smá tækniklúðri eftir 10 mínútur, erum enn að læra á flottu, nýju upptökugræjuna úr Tónastöðinni.

Þátttakendur í þetta skipti voru Halldór Gameday, Árni Súperman, Ósi kóngur, Benni Bongó og Sven!

Minnum á netfangið okkar, sendið póst á [email protected] ef þið viljið koma einhverju sniðugu á framfæri.

Special thanks to our friends from the Tartan Specials for allowing us to use their song in our intro.

And also a big thank you to Klaus Pfreundner and his band Radspitz for giving us a new song. Við erum Tólfan is played as an outro in this episode, with full permission from the band.

Hér eru leiðbeiningar um hvernig hægt er að hlusta á þáttinn í snjalltækjum.