004 – Keflavík, HM-hópur, Meistaradeild kvenna og Drummsen

Halldór og Ósi skelltu sér í smá road trip, alla leið til Sunny Kef þar sem Joey Drummsen mætti sem gestur í podcast Tólfunnar. Ræddum ýmis konar Tólfumál, fórum yfir pælingar varðandi væntanlegan HM-hóp karlalandsliðsins, kvörtuðum yfir skorti á Meistaradeild kvenna í íslensku sjónvarpi og margt fleira.

Umsjón: Halldór Marteins og Ósi kóngur
Gestur: Jóhann Drummsen Bianco

Þökkum Tónastöðinni kærlega fyrir aðstoð við græjuuppfærslur fyrir podkastið, alltaf hægt að treysta á góða ráðgjöf frá þessum snillingum.

Minnum á netfangið okkar, sendið póst á [email protected] ef þið viljið koma einhverju sniðugu á framfæri.

Special thanks to our friends from the Tartan Specials for allowing us to use their song in our intro.

Leiðbeiningar um hvernig hægt er að hlusta á þáttinn.

003 – Páskaþáttur og fullt af fótboltaleikjum

Páskarnir voru reyndar um daginn en það má alveg henda samt í páskaþátt.

A-landslið kvenna spilaði 2 leiki í undankeppni HM. A-landslið karla spilaði 2 vináttuleiki. U21-karla spilaði vináttuleik og leik í undankeppni EM.

Við auglýsum líka eftir HM-hóp hlustenda, sendið ykkar hóp á [email protected]

Svo ræddum við nýja stuðningsmannahringa frá Jóni og Óskari, Tólfutreyjurnar og alls konar fleira.

Þátttakendur þessa vikuna voru Halldór, Árni og Ósi.

Hér er hægt að panta Tólfutreyju.

Hér er hægt að skoða tvöfalda stuðningsmannahringinn. Hér er sá einfaldi.

Special thanks to our friends in the Tartan Specials for allowing us to use their recording for our intro.

MP3 niðurhal: 3. þáttur

Leiðbeiningar um hvernig hægt er að hlusta á þáttinn.

002 – Ný treyja, Algarve og Bandaríkin

Í öðrum þættinum af podcasti Tólfunnar ræddum við um nýju landsliðstreyjuna, Algarvemótið hjá kvennalandsliðinu sem er nýlokið, vináttuleikina framundan í Bandaríkjunum hjá karlalandsliðinu og ýmislegt fleira. Meðal annars kviknaði hugmynd að nýju stuðningsmannalagi fyrir HM í sumar.

Þátttakendur í podcastinu að þessu sinni voru Halldór, Árni, Ósi, Birkir Ólafsson og Hilmar Jökull Stefánsson.

Við minnum á að þið getið sent okkur skilaboð í gegnum Facebooksíðu Tólfunnar, Twittersíðu Tólfunnar eða á [email protected]

Special thanks to our friends in the Tartan Specials for allowing us to use their recording for our intro.

MP3-niðurhal: 2. þáttur

001 – Fyrsti þátturinn

Hér er kominn fyrsti þátturinn af nýju Tólfupodkasti. Þetta er stuðningsmannapodkast íslensku fótboltalandsliðanna. Í þessum þætti ræddum við aðeins hvaða hugmyndir við höfum um þetta podkast, hvernig tilfinning það er að vera í Tólfunni, skiptumst á nokkrum reynslusögum og fórum yfir það hversu súper það getur verið að fara til Noregs.

Þátttakendur í þessum þætti voru Halldór, Árni Þór, Ósi og Styrmir.

Það er hægt að fylgjast með Tólfunni á heimasíðunni, Facebooksíðu Tólfunnar og Twittersíðu Tólfunnar.

Þið getið sent okkur skilaboð í gegnum Facebooksíðuna, Twittersíðuna eða á netfangið [email protected]

Special thanks to our friends in the Tartan Specials for allowing us to use their recording for the intro.

MP3 niðurhal: 1. þáttur