Mótherjinn: Króatía

Áfram höldum við með upphitunarpistlana. Halldór Gameday reið á vaðið með pistil um Argentínu og Árni Súperman kom svo sterkur inn með pistil um Nígeríu. Nú er komið að síðasta pistlinum um þjóðirnar sem eru með okkur í riðli, þar eru miklir góðkunningjar okkar á ferð. Næst taka svo við pistlar um keppnisborgirnar sem Ísland spilar í á HM.

Höfundur: Ósi Kóngur

Trobojnica, fáni Króatíu (Mynd: https://en.wikipedia.org/wiki/Flag_of_Croatia)

Króatía (Republika Hrvatska)

Höfuðborg: Zagreb
Stærð lands: 56.594 km² (126. stærsta land heims)
Íbúafjöldi: 4,28 milljónir

Tungumál: Króatíska
Lönd sem liggja að Króatíu: Slóvenía, Ungverjaland, Serbía, Svartfjallaland og Bosnía og Hersegóvína

Jæja, þá er komið að því að fjalla um Króatíu. Enn einu sinni þurfum við að mæta þeim. Króatía er land í Austur-Evrópu. Í Króatíu er lýðræði og er um 90% af fólkinu kristinnar trúar. Króatía er land með mikla sögu, í fornöld var landið hluti af Illyru og síðar rómverska skattlandinu Dalmatíu. Króatía varð síðar, eða nokkru eftir síðari heimstyrjöldina, partur af Júgóslavíu. Króatía lýsti yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu 25. júní 1991. Sjálfstæðisstríð Króatíu stóð í fjögur ár og lauk með sigri Króata árið 1995. Króatía gerðist aðili að Atlantshafsbandalaginu árið 2009 og Evrópusambandinu árið 2013. Króatía er hátekjuland með háa lífsgæðavísitölu.

Landslagið

Þó að við Íslendingar höldum að við séum með einkarétt á fallegri náttúru þá er Króatía annálað fyrir fallega náttúru. Enda er ferðamannaiðnaðurinn risa stór í Króatíu og er Króatía 18. vinsælasti ferðamannastaður í heimi. „Menning Króatíu er heillandi blanda, sem Grikkir, Rómverjar, Slavar, Frakkar, Ítalir og Austurríkismenn hafa sett mark sitt á. Strandlengja Adríahafsins er sú fegursta í Evrópu með vogskornum ströndum, eyjum og skerjum þar sem aldagamlir bæir skaga út í hafið. Mannlífið í Króatíu er engu líkt og þeir sem þangað koma eru sammála um að þar sé að finna Evrópu eins og hún var og hét.“ (Heimild: https://www.heimsferdir.is/tegund-ferda/solarferdir/kroatia/)

Krka garðurinn í Króatíu (Mynd: https://www.telegraph.co.uk/travel/destinations/europe/croatia/articles/croatia-best-things-to-see-and-do/)

Verðlag

Verðlag í Króatíu er einstaklega hagstætt fyrir okkur Íslendinga, t.d. kostar 3.350 krónur að fara út að borða fyrir tvo á miðlungsveitingastað. Ekki er hægt að skrifa um verðlag í Króatíu án þess að nefna verðið á bjór, 250 krónur á veitingastað (0,33L innfluttur og 0,5L af innlendum bjór). Það er ekkert dýrt að rúnta um með Taxa, startgjaldið er 267 kr. og kostar hver kílómetri eftir það 100 kr.

Matur

Króatískur matur er undir svo mörgum áhrifum vegna þess hvernig landið liggur. Áhrifin koma þannig frá Ítalíu, Frakklandi, Ungverjalandi og fleirum. Mikið af sjávarréttum eru vinsælir í króatískri matargerð. Ég ætla að fjalla um einn rétt sem er oft notaður í veislum í Króatíu.

Mynd: Prirodna (Fengin hér: http://prirodna.hr/stranice/vrt/biovrt/Pasticada)

Pasticada er nautakjötspottréttur sem er mjög algengur á hverju heimili og í veislum í Króatíu. Sæta sósan í réttinum er afleiðing nokkurra daga marineringar í ediki, sítrónu og rósmarín. Gott er að borða þetta með gulrótum, rauðvíni, negul, múskati og prosciutto.

Króatíska deildin (stofnuð 1992)

Króatískur fótbolti byggist upp af tveimur risum og svo eru hin liðin. Dynamo Zagreb hefur unnið deildina 19 sinnum og Hajduk split 6 sinnum. Aðeins tvisvar hafa aðrir hampað titlinum og voru það Rijeka (2016-17) og NK Zagreb (2001-02). Deildin er samt sett saman af 10 liðum og fellur neðsta liðið beint niður en næst neðsta fer í umspil um sæti í deildinni. Króatíska deildin er 16. besta deildin í heimi.

Mynd: króatíska knattspyrnusambandið (slóð: http://hns-cff.hr/en/competitions/hrvatski-telekom-first-division/)

Tónlist

Þegar mótherjinn er frá Evrópu er eiginlega ekki hægt að minnast ekki á Eurovision. Eins og við flest vitum eru íslendingar Eurovision-nördar, þó að fáir viðurkenni það. Króatar hafa svona eiginlega unnið Eurovision einu sinni, þá sem hluti af Júgóslavíu, árið 1989. Það var með hinu „frábæra“ lagi Rock Me Baby með Riva. Eftir þennan sigur var Eurovision haldið í Zagreb árið 1990. En eftir að leiðir þeirra skildu (Júgóslavíu og Króatíu) hefur Króatía aldrei unnið Eurovision. Þeim hefur meira að segja gengið frekar illa og ekki alltaf tekið þátt.

Nokkrar áhugaverðar staðreyndir

Hálsbindið var fundið upp í Króatíu á 17. öld. Þegar Króatar voru málaliðar fyrir Frakka voru þeir með hálsbindi, þó ekki alveg nákvæmlega eins og notuð eru í dag.

Mynd: Snarky Nomad (Slóð: https://snarkynomad.com/10-fun-facts-about-croatia-youd-never-have-guessed/)

Dalmatíuhundar eru ættaðir frá Króatíu, koma frá Dalmatíuskaga.

Gjaldmiðill Króatíu er nefndur eftir nagdýri. Gjaldmiðillinn er Kuna sem er króatíska heitið á nagdýri sem virðist svipa til refs en nafnið kemur vegna þess að feldur dýrsins er verðmætur og var oft seldur til Ameríkana og fannst þeim greinilega liggja beinast við að nefna gjaldmiðilinn eftir því.