Mótherjinn: Króatía

Áfram höldum við með upphitunarpistlana. Halldór Gameday reið á vaðið með pistil um Argentínu og Árni Súperman kom svo sterkur inn með pistil um Nígeríu. Nú er komið að síðasta pistlinum um þjóðirnar sem eru með okkur í riðli, þar eru miklir góðkunningjar okkar á ferð. Næst taka svo við pistlar um keppnisborgirnar sem Ísland spilar í á HM.

Höfundur: Ósi Kóngur

Continue reading “Mótherjinn: Króatía”

Mótherjinn: Nígería

Það er kominn laugardagur og það þýðir að núna eru akkúrat 4 vikur í fyrsta leik Íslands á HM í Rússlandi. Það er þegar kominn upphitunarpistill um Argentínu, sem Ísland mætir í fyrsta leiknum. Í dag eru hins vegar 34 dagar í að Ísland spili leik númer tvö á mótinu. Sá leikur verður gegn Nígeríu og það land er viðfangsefni þessa upphitunarpistils.

Höfundur: Árni Þór Súperman

Continue reading “Mótherjinn: Nígería”

Mótherjinn: Argentína

Nú er þegar orðið ljóst hvaða leikmenn eru í HM-hópi Heimis Hallgrímssonar, við fengum að vita það síðasta föstudag. Og í dag er akkúrat mánuður þar til Ísland spilar sinn fyrsta leik á HM í fótbolta. Gæsahúð!

Til að stytta stundirnar fram að þessum stórviðburði ætlum við í podcastteymi Tólfunnar að skrifa nokkra upphitunarpistla sem munu birtast á nokkurra daga fresti fram að móti. Fyrst koma löndin sem eru með Íslandi í riðli, svo borgirnar þar sem leikir Íslands fara fram og að lokum vellirnir sem Ísland spilar á í mótinu. Vonum að þið hafið gaman af þessu.

Höfundur þessa pistils er Halldór Marteins.

Continue reading “Mótherjinn: Argentína”

Mótherjinn: Frakkland

Þetta er farið að nálgast svo ískyggilega mikið að við finnum lyktina af því! Þetta er ekki lengur spurning um vikur og mánuði, hvað þá ár. Þetta er spurning um daga. Við erum spennt eins og lásbogi, tilbúin að láta vaða, all-in í þetta dæmi!

Við erum byrjuð að hita upp, það er kominn inn pistill um hópinn sem fer á EM og svo er kominn inn pistill um mótið sjálft. En nú förum við að kafa dýpra, þetta er fyrsti pistillinn af þremur um mótherja Íslands í C-riðli. Þetta er samt meira um landið sjálft, frekari upplýsingar um landsliðið kemur í gameday-pistlinum. En núna aðeins meira um Frakkland.

Continue reading “Mótherjinn: Frakkland”