Það er komið að lokaleiknum hjá strákunum okkar í riðlakeppninni heimsmeistaramótsins. Eftir flotta byrjun gegn Argentínu kom skellur gegn Nígeríu. En við eigum en séns og við höfum enn trú. Framundan er úrslitaleikur gegn góðkunningjum okkar frá Króatíu.
Mótherjinn: Króatía
Áfram höldum við með upphitunarpistlana. Halldór Gameday reið á vaðið með pistil um Argentínu og Árni Súperman kom svo sterkur inn með pistil um Nígeríu. Nú er komið að síðasta pistlinum um þjóðirnar sem eru með okkur í riðli, þar eru miklir góðkunningjar okkar á ferð. Næst taka svo við pistlar um keppnisborgirnar sem Ísland spilar í á HM.
Höfundur: Ósi Kóngur
Leikdagur: Ísland – Króatía
Loksins, loksins er komið að öðrum landsleik á heimavelli! Ekki verra að það sé júníleikur, við kunnum öll vel við góða júníleiki. Og það er ekkert slorlið sem er að kíkja í heimsókn, fá lið eru betur mönnuð af heimsklassa fótboltaleikmönnum en það króatíska. Seinni leikur liðanna í riðlinum, Ísland á harma að hefna!