HM í Rússlandi 2018

Já nú er sko komið að því sem flest okkar ef ekki öll okkar hafa beðið eftir og það er drátturinn í riðlana fyrir undankeppni heimstaramótsins í knattspyrnu árið 2018 í Rússlandi.

Dregið verður í Sánkti Pétursborg í dag í undankeppni heimsmeistaramótsins í dag og má með sanni segja að með því hefjist leiðin til Rússlands. Fyrsta skref af mörgum ef svo má segja.

Klukkan 15:00 á íslenskum tíma hefst útsendinga frá drættinum og verður honum meðal annars sjónvarpað á RÚV 2 (hliðarrás Ríkissjónvarpssins). Jérôme Valcke yfirritari FIFA mun annast dráttinn og framkvæmd hans.

Í þetta skiptið verður mótið í Evrópu líkt og áður hefur komið fram sem þýðir að Evrópa fær einu sæti meira á mótinu en árið 2014 þegar mótið fór fram í Brasilíu. Eru það einstaklega góðar fréttir fyrir okkur Íslendinga sem voru grátlega nærri því, í raun hársbreidd frá því að komast á mótið í Brasilíu.

52 af 53 aðildarþjóðir frá FIFA verða með í undankeppninni og dregnar í riðla í dag. Rússland komast sjálfkrafa á mótið sem gestgjafar og Gíbraltar sem eru að taka þátt í sinni fyrstu undankeppni núna fyrir evrópumótið í Frakklandi á næsta ári eru ekki viðurkenndir af FIFA. Það er af sem áður var að heimsmeistararnir fari sjálfkrafa í keppni og þurfa því ríkjandi heimsmeistarar Þjóðverja að taka þátt í undankeppninni.

Þjóðirnar 52 verða dregnar í 9 riðla þar sem 7 þeirra innihalda 6 þjóðir og tveir þeirra innihalda 5. Verða riðlarnir leiknir á tímabilinu 4. september 2016 til 10. október árið 2017. Nýjar reglur sökum sjónvarpsréttar (og löng saga að segja fría því) kveða á að þjóðirnar 6, England, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Spánn og Holland skulu garanterað dregnar í 6 liða riðil. Er það að sjálfsögðu best fyrir Ísland að enda í 6 liða riðli þar sem að liðið mun þá leika fleiri keppnisleiki og færri vináttuleiki en keppnisleikir gefa mun fleiri stig á FIFA listanum og Ísland fá ef svo má segja gefins helling af stigum frá liðinu í sjötta styrkleikaflokk því ætla má að þeir leikir vinnist örugglega. Þjóðirnar 10 í 5 liða riðlunum munu svo skiptas á að leika vináttuleiki við Rússa en UEFA mun sjá um að tilkynna þær dagsetningar.

Sigurvegararnir í riðlunum 9 munu fara sjálfkrafa á mótið en þau 8 lið með besta árangurinn í öðru sæti síns riðils munu leika umspil heima og að heiman um það hvaða þjóð fylgir sigurvegurum riðlanna.

Röðun í styrkleikaflokkana 6 fyrir dráttinn í dag ræðst af stöðu liðana á FIFA listanum eins og hann stendur núna í júlí. Má því segja að drátturinn komi á besta tíma fyrir okkar þjóð þar sem liðið okkar er sem stendur í sæti 23 á lista FIFA eða sextánda sæti yfir Evrópu.

Ísland gerði mjög heiðarlega tilraun til þess að komast á mótið 2014 verandi í töluvert lakari styrkleikaflokki svo núna eru allar forsendur með okkur til þess að gera enn harðari atlögu að sæti á HM 2018.

Áfram Ísland!

Ísland – Tékkland

Jæja elsku tólfubræður og systur, nú fer svo sannarlega að styttast í einn stærsta leik sögunnar hjá íslenska landsliðinu. Ísland – Tékkland fer fram næstkomandi föstudag, 12.júní á Laugardalsvelli, leikurinn er auðvitað uppgjör toppliðanna í A-riðli og getur sigurliðið nánast farið að pakka fyrir ferð til Frakklands fyrir Evrópumótið sjálft. Tékkar eru efstir með 13 stig á meðan Ísland er í öðru sæti með 12 stig.
Ég ætla ekki einu sinni að spyrja hér hvort allir séu tilbúnir, það er óþarfi. Þegar þessi pistill er skrifaður er rúm vika í leikinn. Það sést hins vegar mæta vel á t.d Facebook að það eru allir tilbúnir í þennan leik og mikil umræða komin af stað og menn fáranlega spenntir og skiljanlega.

Stemningin á Laugardalsvelli verður einfaldlega tekin á næsta stig. Við ætlum að ná hæðum sem við höfum ekki náð áður og ætlum við öll að leggjast á eitt til að búa til svöðulega stemningu, söngva og læti sem seint verður toppuð. Allir sem einn, við ætlum að gefa okkur 150% í þetta, allan leikinn. Við vitum að leikmennirnir gera það sama, fyrir Ísland og fyrir okkur, Tólfuna.

En aðeins að staðreyndum um leikinn. Einu stigin sem Ísland hefur misst af í keppninni til þessa var einmitt gegn Tékklandi í Plzen og er tékkneska liðið jafnframt það eina sem hefur náð að skora gegn strákunum okkar. Það er hins vegar alveg á hreinu að á góðum degi getur liðið okkar unnið hvaða lið sem er og þar á meðal auðvitað Tékkana. Tékkar misstigu sig gegn Lettum í síðasta leik og eins og flestir muna, fóru Íslendingar nokkuð létt með þá á útivelli og sigruðu 0-3.

Það er ekki hægt að neita því að Tékkar unnu verðskuldaðan sigur í Tékklandi. Þeir fengu fleiri færi og opnuðu vörnina eins og fá lið hafa gert síðustu ár. Leiknum verður hins vegar minnst fyrir stórkostlega stemningu og frábæra mætingu íslenskra stuðningsmanna þannig að varla annað eins hefur sést á útileik hjá liðinu.

Ef við skoðum þetta tékkneska lið aðeins þá sjáum við að þeir eru með hörku mannskap. Við skulum líta á þá helstu.
Petr Chech: Þennan mann þarf ekki að kynna fyrir fólki sem hefur fylgst með ensku úrvalsdeildinni síðustu ár en hann var aðalmarkmaður Chelsea um árabil og einn allra besti markmaður Evrópu á sínum degi. Það gæti hins vegar unnið með okkur að hann hefur ekki spilað mjög mikið síðasta ár og virtist hann einmitt nokkuð ryðgaður gegn Íslandi í fyrri leik liðanna.
Michal Kadlec: Kadlec er kletturinn í vörn Tékkana, hann er góður í loftinu og mjög klókur, bæði í tæklingum sem og að komast inn í sendingar. Framherjarnir okkar verða að eiga góðan leik til að komast framhjá Kadlec.
Tomáš Rosický: Annar maður sem þarf ekki að kynna fyrir stuðningsmönnum enskrar knattspyrnu. Rosický hefur spilað með Arsenal síðustu níu tímabil. Hann er fyrirliði landsliðsins og heilinn í sóknarleik þeirra. Hann gefur frábærar sendingar og er með virkilega góð skot sé hann í stuði. Ísland þarf að gera það sem Tékkar gerðu við Gylfa Sigurðsson í fyrri leiknum og gjörsamlega loka á hann.
Jaroslav Plašil: Nokkurn vegin Aron Einar þeirra Tékkana. Plašil gefur aldrei neitt eftir. Hann er mjög góður miðjumaður sem þarf að varast. Hann er einnig með mörk í sérflokki og þarf passa að hann komist ekki í færi. Plašil er gríðarlega reynslumikill og hefur leikið á nokkrum stórmótum með Tékkunum ásamt því að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með Monaco um árið.
David Lafata: Helsti sóknarmaður Tékka. Lafata er markahæsti maðurinn í sögu tékknesku úrvalsdeildarinnar. Hann er markahrókur eins og þeir gerast bestir og þurfa varnarmenn Íslands að eiga góðan leik til að halda honum niðri. Hann hefur ekki skorað neitt rosalega mikið með landsliðinu en hann hefur verið gríðarlega duglegur með félagsliðum sínum í gegnum tíðina.

Líkleg byrjunarlið:

Ísland:

isl-cze-island

Tékkland:

isl-cze-tekkland

Nokkrir fróðleiksmolar:

• Liðin hafa mæst alls níu sinnum áður. Tékkar hafa unnið sjö, einu sinni hafa liðin gert jafntefli og Ísland hefur unnið einn leik.
• Atli Eðvaldsson þjálfaði Ísland er þeir unnu Tékka í eina skiptið. Það var í undankeppni HM, 1.september 2001. Þá skoraði Eyjólfur Sverrisson tvö mörk á meðan Andri Sigþórsson skoraði eitt.
• Ísland hefur ekki tapað í fimm leikjum í röð á heimavelli í keppnisleikjum, þeir hafa unnið fjóra, gert eitt jafntefli og hafa ekki fengið á sig mark í síðustu fjórum leikjum á Laugardalsvelli.
• Tékkar eru eitt af 11 liðum sem hafa ekki ennþá tapað í undankeppninni. Hin liðin eru Belgía, Wales, Slóvakía, Pólland, England, Rúmenía, Austurríki, Svíþjóð, Króatía og Ítalía.
• Tékkar hafa unnið fjóra af síðustu fimm útileikjum sínum.
• Petr Cech og Eiður Smári voru liðsfélagar hjá Chelsea frá 2004 til 2006.
• Íslensk og tékknesk félagslið hafa alls mæst tíu sinnum í Evrópuleikjum. Tékknesku liðin hafa unnið átta og tvisvar hafa lið gert jafntefli í þessum viðureignum.

Leikir Íslands til þessa: Ísland-Tyrkland 3-0, Lettland-Ísland 0-3, Ísland-Holland 2-0, Tékkland-Ísland 2-1, Kasakstan-Ísland 0-3.

Leikir Tékklands til þessa: Tékkland-Holland 2-1, Tyrkland-Tékkland 1-2, Kasakstan-Tékkland 2-4, Tékkland-Ísland 2-1, Tékkland-Lettland 1-1.

Dömur mínar og herrar, mætum dýrvitlaus á Laugardalsvöll 12. Júní 2015 og styðjum strákana fram í rauðan dauðan. Þetta verður ROSALEGT..

ÁFRAM Ísland og lengi lifi Tólfan.

Ísland-Tékkland 12. Júní

Heiðvirðu Stuðningsmenn Íslands

Það mun allt fyllast af Tólfum hinn Tólfta júní næstkomandi þar sem Tólfugleði og Tólfutrall mun tröllríða Ölveri og Laugardalsvelli en þann daginn mun íslenska landsliðið mæta tékkum í gríðarlega mikilvægum knattspyrnuleik.tolfan_02Íslendingar ætla að taka þrjú stig gegn Tékkum og þar með forystuna í riðlinum. Tólfan mætir grimmari sem aldrei fyrr og Íslendingar ætla að skapa rosalegustu stemningu sem heyrst hefur á Laugardalsvelli fyrr og síðar!!!

Dagskrá:

13:30 – 16:00: Allir sem eiga Tólfutreyju geta dottið á BK kjúkling og fengið sér staðfasta góða næringu í boðið hússins og hlaðið vel í orkumusterið fyrir þennan langa dag.

15:00: Dagskráin hefst á Ölver með pöbb kvissi og verður haldið leynd yfir því hver verður spyrill. Eina sem við gefum upp er að það er fyrrum landsliðsmaður.

16:45: Töflufundur með Heimi Hallgrímssyni sem tekur um 20 mínútur eða svo. Þar fer Heimir yfir liðið og andstæðinginn og svarar nokkrum vel völdum spurningum. Allir fjölmiðlamenn eru útilokaðir á þessum hluta dagskrárinnar og öll rafeindatæki bönnuð. Menn mæta ekki með tölvur og geyma símana í vasanum á meðan þetta er í gangi! Einnig verður það þannig að ef einhver yfirgefur salinn áður en Heimir hefur lokið sér af þá fær viðkomandi ekki að koma inn aftur!

17:45: Haldið verður í skrúðgöngu út á völl eins og vaninn er. Á undan okkur munu aka tvö stór Harley Davidson hjól frá MC Hrafnar. Blys eru leyfileg í göngunni og eftir leik en eru stranglega bönnuð í stúkunni!

Eftir leik á Ölver verður skipulögð dagskrá í fyrsta skiptið þar sem verður slegið í ball í stóra salnum þar. Allir í Tólfutreyjum fá frítt inn en aðrir greiða 1.000 kr við hurðina.

22:00 – 23:00: Dj. Drummsen & Dj. Helvítis Kallinn.

23:00 – 02:00: Úlfarnir leika fyrir dansi íslensk dægurlög ásamt klassískum eldri perlum.

02:00 – 03:00: Dj. Drummsen & Dj. Helvítis Kallinn taka aftur við og loka magnaðri dagskrá.

Að auki verður andlitsmálning á Ölver fyrir leik. TILBOÐ á barnum fyrir og eftir leik.

Til þess að öll afgreiðsla gangi sem hraðast fyrir sig þá bendum við fólki á að mæta með REIÐUFÉ því það þarf að afgreiða marga á sem skemmstum tíma á Ölver. Það er hraðbanki í Glæsibæ sem verður stúfullur af seðlum þennan dag.

Við minnum fólk á ferðina með Gamanferðum: http://www.gamanferdir.is/ferdhir/fotboltaferdhir/island-holland

Sjáumst á leikdag! ÁFRAM ÍSLAND

 

Tólfutreyjurnar komnar í sölu

Treyjan kostar einungis 7000 kr, pantið treyjur hér

Já nú er heldur betur gaman að vera stuðningsmaður íslenska karlaliðsins í fótbolta. Liðið hefur sýnt einstakan karakter í leikjum sínum og hefur undir styrkri handleiðslu Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar náð nýjum hæðum. Saman hafa þeir skrifað nýjan og æsispennandi kafla í fótboltasögu Íslands.

Allir stuðningsmenn landsliðsins eru í Tólfunni og við, stuðningsmenn, tökum þátt í verkefninu af fullum krafti; fjölmennum á leiki, öskrum úr okkur lungun og styðjum landsliðið til þrautar í hverri orrustu. Á síðustu árum hefur Laugardalsvöllur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga. Liðnir eru þeir dagar þar sem vallargestir eru áhorfendur. Við höfum breyst í grjótharða stuðningsmenn þannig að tekið er eftir bæði heima og heiman.

Tólfan ákvað á sínum tíma að ráð væri að hanna alvöru stuðningsmannatreyjur. Þar sem við erum öll Íslendingar ákvað Tólfan að leitast eftir samstarfi við hið rótgróna fyrirtæki HENSON. Úr því samstarfi spratt einfaldlega svalasta stuðningsmannatreyjan á markaðnum í dag.

Treyjurnar eiga stóran þátt í því að þjappa mannskapnum saman og í raun skapa einstaka stuðningsmannamenningu hér á landi. Viðtökurnar hafa verið vonum framar og hefur myndast mikil stemning í kringum treyjurnar. Flestir merkja treyjurnar sínar að aftan með skrítnum en skemmtilegum nöfnum en það hefur einmitt vakið enn meiri athygli á Tólfutreyjunum fyrir vikið.

Landsliðið á nú fyrir höndum ærin verkefni en næsti leikur á dagskrá er gríðarlega mikilvægur leikur gegn Tékklandi á heimavelli hinn 12. Júní. Í framhaldinu halda strákarnir til Hollands en sá leikur fer fram 3. september. Í samstarfi við Gaman Ferðir mun Tólfan halda á vit ævintýrana og styðja við bakið á strákunum í leiknum og hvetjum við ykkur til að bóka ykkur í ferðina.

Treyjan kostar einungis 7000 kr, pantið treyjur hér

Nú höfum við opnað fyrir pantanir á Tólfutreyjunum. Þið einfaldlega pantið ykkur treyju á heimasíðu Tólfunnar og veljið nafn á bakið og stærð (s, m, l ,xl osfrv). Í framhaldinu fáið þið greiðsluseðil í heimabankann ykkar, greiðið hann og treyjan ykkar fer framleiðslu hjá HENSON. Fyrir Íslendinga sem búa erlendis getum við sent treyjuna til ykkar en þá bætist við póstburðargjald. Þá munum við verða með treyjuafhendingu í Hollandi fyrir Íslendinga sem panta sér treyju fyrir þann leikinn.

Umsátrið um Plzen

Eftir mánaðarbið er loksins komið að því, næsta leik okkar ástkæra landsliðs. Á sunnudaginn kemur tekur tékkneska landsliðið á móti því íslenska þegar flautað verður til leiks kl 20:45 að staðartíma á Struncovy Sady Stadion í Plzen. Sjaldan eða aldrei hefur eftirvænting íslenskra stuðningsmanna verið á jafn háu stigi nema hugsanlega fyrir leikina tvo gegn Króatíu á síðastliðnu ári. Ekki nóg með það heldur verða um 650 gallharðir stuðningsmenn sem fylgja landsliðinu til Plzen. Safnast þar saman góður hópur sem ferðast frá Íslandi en einnig gott samansafn Íslendinga sem búsettir eru erlendis.

Íslenska landsliðið á góðri stund
Íslenska landsliðið á góðri stund

Markmið okkar verður að sjálfsögðu að taka yfir borgina, völlinn og skilja við land og þjóð Tékka í losti, tárum og sorg eftir frækinn sigur okkar manna.

 

 

Eftir þrjá leiki er íslenska sætið í efsta sæti riðils síns með níu stig og átta mörk í plús og hefur engum tekist að koma boltanum í markmöskvana hjá okkur. Aldrei hefur íslenska landsliðið byrjað jafnvel í undankeppnni áður og hafa því strákarnir sett stórk mark í sögu íslenska landsliðsins og reyndar íslenskrar knattspyrnu. Það verkefni sem fyrir höndum er getur þó seint talist til einfaldari verkefna sem landsliðið hefur staðið frammi fyrir. Því er mikilvægt að strákarnir haldi sig á jörðinni, haldi einbeitingunni og ráðist í leikinn af þeirri fagmennsku og dugnaði sem þeir hafi hingað til tamið sér.

Leikur sunnudagsins fer fram í Plzen (Pilsen) sem er höfuðstaður Vestur-Bæheims í Tékklandi en þar búa um 169.000 manns. Borgin er staðsett um 90 km vestur af Prag og er hún fjórða stærsta borg Tékklands.  Borgin var stofnuð af tékkneska konunginum Wenzel II árið 1295 og varð fljótt bær velmegnunar og annar mikilvægasti bærinn á eftir Prag. Þar skipti miklu staðsetning borgarinnar við verslunarleið sem lá til Þýskalands sem og nálægð hennar við vatnaleiðir. Hússíta stríðin stóðu yfir frá árunum 1419 til 1434 en þar stóðu Hússítar gegn konungum sem vildu tryggja yfirráð rómversk-kaþólsku kirkjunnar. Á meðan þeim stóð var Plzen miðstöð kaþólsku andstöðunnar við Hússíta og stóðst hún þrjú umsátur sem leidd voru undir stjórn Prokop leiðtoga Hússíta.

Árið 1618 leiddi þýski herforinginn Ernst von Mansfeld herdeild bóhemískra mótmælenda til Plzen og hófst þá umsátur um borgina. Var þetta fyrsta stórorrusta hins svokallaða þrjátíu ára stríðs. Til Plzen hafði mýmargt kaþólskt hefðarfólk og prestar flúið eftir að mótmælendur höfðu steypt Ferdinand II af stóli. Þar sem herliðið var of smátt til að taka borgina reyndu þeir að svelta íbúa borgarinnar til uppgjafar. Eftir um mánaðarumsátur náðu mótmælendur að koma sér inn fyrir borgarvirkið og náðu borginni yfir á sitt vald.

Íbúar Plzen hafa einnig fengið að kynnast íbúum norðurlanda áður og verður sunnudagurinn kemur ekki í fyrsta skipti sem bandbrjálaðir norðurlandabúar valda ófriði í borginni. Tvisvar hafa Svíar setið um borgina en á árunum 1637 og 1648 gerðu þeir tilraun til þess.

Nokkuð ljóst að Tékkarnir verða hræddir
Nokkuð ljóst að Tékkarnir verða hræddir

Á sunnudaginn kemur mun Íslendingum vonandi takast það sem Svíum tókst ekki í tveim tilraunum, taka yfir borgina og halda heim með ránsfenginn, 3 stig takk.

 

 

 

Á tuttugustu öldinni iðnvæddist Plzen ört og hóf verkfræðifyrirtækið Skoda starfsemi sína þar árið 1869. Varð það eitt mikilvægasta fyrirtæki landsins og var t.d. einn mikilvægast vopna­framleiðandinn fyrir austurísk-ungverska herinn. Eftir að Tékkóslóvakía fékk sjálfstæði frá austurísk-ungverska keisaradæminu árið 1918 þráði þýskumælandi hluti borgara sameiningu við Austurríki og því studdu margir þeirra málstað nasista.

Í síðari heimstyrjöldinni var Skoda neytt til að framleiða vopn fyrir þýska herinn. Flestir af þeim 2.000 gyðingum sem bjuggu í Plzen voru færðir í útrýmingabúðir nasista. Að lokinni síðari heimstyrjöldinni var þýskumælandi hluti íbúa gerður brottrækur frá Plzen og allar eigur þeirra gerðar upptækar.

Á árinu 1948 tóku kommúnistar völdin í Tékkóslóvakíu og voru þar við völd þar til árið 1989 þegar friðsöm stjórnarskipti fóru fram í landinu. Í Plzen kom til mótmæla gegn kommúnískum stjórnvöldum árið 1953 er um 20.000 íbúar komu saman til að mótmæla og unnu þeir ýmiss skemmdarverk á eignum stjórnvalda. Mótmæli þessu voru harkalega kveðin niður af stjórnvöldum. Það var síðan árið 1993 sem Tékkóslóvakía var friðsamlega leist upp og stofnuð voru hin sjálfstæðu ríki Tékklands og Slóvakía.

Í dag er Plzen best þekkt fyrir framleiðslu á Skoda og svo þeim veigum sem Plzen brugghúsið sendir frá sér. Það ætti að gleðja margan Íslendinginn enda engin hætta á því að menn snúi þyrstir heim en verði þó án vafa misvaltir. Brugghúsið var stofnað árið 1839 en fyrsti Pilsner bjórinn leit svo dagsins ljós árið 1842 og á bruggmeistarinn Josef Groll á heiðurinn af honum.

Eins og Prag er Plzen mjög falleg borg og hefur miðbær hennar t.d. talist til friðaðra menningarminja frá árinu 1989. Arkitektúr borgarinnar er undir sterkum áhrifum frá baróskum stíl. Íslendingar munu fá smá nasaþef af fegurð borgarinnar en fyrsti viðkomustaður margra verður Torg lýðveldisins (Czech Naměstí republiky) en það er eitt af elstu torgum þeirra sem eiga rætur sínar að rekja til miðalda í löndum tékka. Byggingarnar sem umlykja torgið eru flestar í gottneskum og endurreisnar stíl. Enn má sjá leifar af borgarveggjum frá miðöldum á torginu. Best varðveittu minjar má víst sjá í suðurenda torgsins. Til merkustu bygginga við torgið teljast Kirkja Bartholomelusar (1295), ráðhúsið (ráðhús þar frá 1496) og skúlptur tileinkaður Maríu mey frá árinu 1681 sem er einnig fyrsta hönnunin í baróksum stíl í borginni.

Umsátrið hefst hér
Umsátrið hefst hér

Á þessu torgi munu Íslendingar einmitt safnast saman, berja trommur og vera með almennan hávaða og skarkala þannig að íbúar telji að annað umsátur sé í uppsiglingu.

 

Að sjálfsögðu er margt að sjá í Plzen en þó margir muni líklega rétt ná að glitta ofan í tómt bjórglas. Vert er að nefna að í Plzen er þriða stærsta sýnagóga í heimi og í borginni má einnig finna hæðsta turn í Tékklandi en hann er hluti af kirkju Bartholomelusar. Fyrir þá sem stoppa lengur við í borginni er hægt að fara í 90 mínútna túr um bruggverksmiðjuna. Þeir Íslendingar sem fara til Plzen munu skemmta sér saman á einum frægasta veitingastað borgarinnar sem ber nafnið Na Spilce en hann er í eigu bruggverksmiðjunnar. Þá er dýragarður við borgina sem skemmtilegt getur verið að heimsækja. Þá er má að finna Patton minnismerkið í borginni sem reist var til minningar um komu bandamanna til Plzen árið 1946. Þar má einnig finna safn minja úr seinni heimstyrjöldinni ofl.

Þessi sögulega ferð kallar á Carlsberg
Þessi sögulega ferð kallar á Carlsberg

 

Struncovy Sady Stadion

Leikur Tékka og Íslendinga mun fara fram á Struncovy Sady Stadion sem einnig er þekktur sem Doosan Arena. Völlurinn nýtist aðallega sem heimavöllur SFC Viktoria Plzen og rúmar um 11.700 manns.

Orrustan verður háð hér
Orrustan verður háð hér

Fyrst fóru íþrótta-viðburðir fram á vellinum árið 1955 þegar hið svokallaða Spartakiad fór fram en þar var um að ræða stóra viðburði í frjálsum íþróttum sem voru skipulagðir til að minnast þess þegar rauði herinn „frelsaði“ Tékkóslóvakíu árið 1945. Voru þessi viðburðir skipulagðir af kommúnistum og haldnir á 5 ára fresti. Á vellinum komust þegar mest var um 35.000 manns en þar af komust 7.600 í sæti. Á árinu 2002-3 var vellinum breytt til að uppfylla kröfur fótboltayfirvalda og tók þá völlurinn 7.425 manns í sæti. Árið 2011 var honum svo aftur breitt til að nútímavæða hann í takt við kröfur UEFA. Fótboltaliðið í Plzen komst í meistardeild evrópu á leiktíðinni 2011-2012 ekki náðu liðið að spila meistardeildarleik þar en í janúar 2012 mætti Plzen hins vegari Schalke 04 í Evrópudeildinni. Þá má nefna að knattskpyrnumaðurinn Pavel Nedvěd hóf feril sinn hjá klúbbnum.