Stundin er runnin upp

Já kæru Íslendingar og Tólfur nær og fjær. Stundin er runnin upp! Það er komið að því loksins að leiða hesta okkar saman við hesta Hollendinga og etja kappi í miklum baráttuleik sem skiptir báðar þjóðir gríðarlega miklu máli. Íslendingar vilja vinna og þar með svo gott sem tryggja sig á EM á meðan Hollendingar vilja reyna að halda einhverju lífi í sínum vonum með sigri.
Fyrir um ári síðan átti undirritaður spjall við Styrmir Gíslason fyrrum formann og Guðföður Tólfunnar hvað það yrði magnað að blása í stóra ferð til Amsterdam á leikinn. Okkur fannst það frábært ef 200 Íslendingar myndu mæta! Við enduðum á að hafa svolítið rangt fyrir okkur þar!
Continue reading “Stundin er runnin upp”

Dam-torgið verður okkar!

Fyrir nokkru síðan birtist frétt í norskum fjölmiðlum sem fjallaði um Íslendinga innan norskra liða. Greinahöfundur hafði farið yfir sögu þeirra liða sem snéru sér úr fallbaráttu yfir í toppbaráttu. Þegar hann fór að skoða hvað það væri sem liðin hefðu gert til þess að ná þessum árangri kom í ljós að umleið og keyptir eru Íslendingar inn í liðið þá virðist leikur liðsins snar batna. En þetta er ekki bara að gerast í norsku deildinni. Nýlega var „glugginn“ opnaður og margir af okkar bestu leikmönnum gerðu félagaskipti. Eftir það hefur internetið svoleiðis brunnið yfir af fallegum fyrirsögnum um velgengni okkar fólks út í heimi.

Continue reading “Dam-torgið verður okkar!”

Að vera Tólfa á útileikjum

Að vera alvöru Tólfa þýðir ekki endilega að maður verði að mæta á alla útileiki. Tólfan virðir það að allir hafa ekki efni á eða möguleika á að komast á útileiki. Mér finnst alveg frábært hvað það eru margir sem að eru að fara til Hollands og sjá sögulegan viðburð. Hvernig sem leikurinn fer er nú þegar búið að skrifa þennan leik í sögubækurnar, aldrei hafa fleiri Íslendingar farið á útileik með íslenska landsliðinu. Ég veit að allar okkar Tólfur sem verða þar munu syngja sig hása á vellinum og mun ekki fara framhjá neinum að Tólfan er mætt. En við hin sem komumst ekki til Hollands munum kappkosta við að mynda stemningu hér heima á heimavelli Tólfunnar, Ölveri. Að horfa á útileik í sjónvarpi (skjávarpa) á pöbb hljómar kannski ekki spennandi fyrir marga. Sumir spyrja sig örugglega af hverju að fara á pöbb þegar ég get horft á þetta heima?

Ég viðurkenni að ég fékk smá kjánahroll fyrst þegar ég var að horfa á leik á ölver og menn voru að syngja með og tralla. Mér eins og öruggleg mörgum fannst að þetta ætti bara heima í stúkunni. En sannleikurinn er sá að það er ótrúlega gaman að taka þátt í stemningu og syngja saman með fótboltaleik (meira að segja inná pöbb). Stemningin sem myndaðist á ölver yfir útileiknum á móti Noregi var svakaleg. Það var ótrúlegt að upplifa þetta móment þegar leikurinn endaði og í ljós kom að Ísland væri að fara í umspil í undankeppni HM, ég endurtek ÍSLAND á leiðinni í umspil í undankeppni HM, hver hefði trúað því????
Stemningin þá var ótrúleg og ég er svo ánægður að hafa ekki horft á leikinn heima heldur verið með Tólfunni á Ölver.

Því segi ég við alla þá sem komast ekki til Hollands að það kemur ekki til greina að horfa á leikinn heima. Ölver er staðurinn og þar verður svaka stemning sem undir forystu Árni (Superman) verður geðveik. Þó að ég sé ekki að fara til Hollands get ég varla beðið eftir leiknum, ég er svo peppaður(svo ég vitni í drummerinn) að það er ótrúlegt.

Ég er stolt Tólfa
Með Tólfukveðju

Ósi Kóngur (aka vinur supermans)

Holland-Ísland

Heilir og sælir Tólfufélagar, nú styttist heldur betur í leik Hollands og Íslands í Amsterdam og fæ ég heldur betur fiðring í magann við tilhugsunina.

Síðasta verkefni, gegn Tékkum, gat bara ekki farið betur og er toppsætið í riðlinum okkar og virðist fátt geta komið í veg fyrir að Ísland takist hið ótrúlega, komast á stórmót.

Undirritaður er í starfi hjá Fótbolta.net og var viðstaddur landsleikinn sem starfsmaður síðunnar. Sem betur fer fékk það það verkefni að taka púlsinn á Tólfum fyrir leik og fékk ég því stemninguna beint í æð og upplifði geðveikina. Ég stalst meira að segja í bjór eða tvo, allt í þágu Tólfunnar. Vinsamlegast ekki segja starfsmönnum Fótbolta.net frá því.
Continue reading “Holland-Ísland”

Íslendingaveisla í Amsterdam-Dagskrá

carlsberg.150                                  henson.150                          GEMMA LOGO-01

Stærsta Íslendingaveisla sem haldin hefur verið á meginlandi Evrópu mun senn líta dagsins ljós og er eftirvænting ferðalanga svo sannarlega farin að gera vart við sig. Tólfan er búin að semja við glæsilega bari við Dam torg. Þar munu stuðningsmenn íslenska landsliðsins svala þorsta sínum fyrir landsleik Hollands og ÍSLANDS, koma saman, keyra upp stemninguna og mála Amsterdam BLÁA. Þetta verður veisla sem mun svo sannarlega kalla á Carlsberg.

Um þrjá staði verður að ræða og fá stuðningsmenn íslenska landsliðsins sérstök tilboð á mat og drykk frá miðvikudegi til föstudags. Mikilvægt er að allir mæti í Tólfutreyjum eða landsliðstreyjunni og það einfaldlega eiga allir að vera BLÁIR.  Dagskráin er sem hér segir.

Miðvikudagur 2. september:

 • Kl. 18:00: Partý á Europub. Íslendingar munu taka yfir staðinn. Í boði verður einstök Tólfugleði, söngur, trommusláttur og svaðaleg stemning. Ef þú ert í Amsterdam þennan daginn þá máttu ekki láta þig vanta.
 • Treyjuafhending verður á Europub frá kl 18 fyrir þá sem vildu fá treyjuna afhenta í Hollandi. Þá verða einnig til sölu Tólfutreyjur fyrir þá sem vija næla sér í eina slíka. Einnig verða glæsilegir Tólfupinnar til sölu.

Leikdagur 3. september:

 • Íslendingar taka yfir Amsterdam og Dam torgið. Gleðin mun standa yfir allan daginn
 • Fjórir barir í kringum Dam torg verða með tilboð á mat og drykk fyrir Íslendinga sem mæta í bláu. Eftirtaldir staðir verða Íslendingabarir þennan daginn:
 • Treyjuafhending verður á Europub frá kl. 13-16:30. Einnig verða nokkrar Tólfutreyjur til sölu meðan birgðir endast.
 • Brottför frá Dam torgi kl 18:30
  • Hollendingar verða með Fan Park fyrir utan Amsterdam Arena. Stuðningsmenn Íslands og Hollands geta þar komið saman fyrir framan leikvang. DJ verður á staðnum og bjórsala. Tilvalið að stoppa hér við og fá sér einn kaldann áður en haldið er í stúkuna. Andlitsmálning verður í boði. Þá er einnig ýmislegt boði fyrir þá sem mæta úr yngri kynslóðum.
 • Hátíð eftir leik. Þeir sem enn hafa nokkra orkudropa eftir í líkamanum mæta galvaskir á Europub sem verður opinn fram eftir nóttu fyrir stuðningsmenn íslenska landsliðsins.

Föstudagur 4. september :

 • Eftirpartý á Europub frá kl 17-20 áður en haldið verður út í nóttina í Amsterdam. Gott tækifæri fyrir stuðningsmenn að koma saman og gera sér glaðan dag. Tekin verður smá upphitun fyrir leik Íslands gegn Kasakstan sem fer fram sunnudaginn 6. september

Kort og ferðaupplýsingar:

 • Frá lestarstöðinni að Dam torgi:

Damtorg

 • Að leikvangi:

Leikvangur1

Leikvangur2