Loksins, loksins er komið að stóru stundinni. Spennan hefur verið að byggjast upp, hægt og rólega til að byrja með en svo gríðarlega mikið síðustu daga og vikur. Fjölmiðlaumfjöllun hefur verið verulega flott og metnaðarfull, fyrirtæki eru að styðja vel við bakið á landsliðinu og þessu móti með auglýsingum og maður finnur það á spjalli í samfélaginu að fólk er búið að vera að keyra sig í gírinn. Í dag byrjar EM hátíðin hjá íslenska liðinu. Fyrsti leikurinn á EM, let’s go!
Mótherjinn: Frakkland
Þetta er farið að nálgast svo ískyggilega mikið að við finnum lyktina af því! Þetta er ekki lengur spurning um vikur og mánuði, hvað þá ár. Þetta er spurning um daga. Við erum spennt eins og lásbogi, tilbúin að láta vaða, all-in í þetta dæmi!
Við erum byrjuð að hita upp, það er kominn inn pistill um hópinn sem fer á EM og svo er kominn inn pistill um mótið sjálft. En nú förum við að kafa dýpra, þetta er fyrsti pistillinn af þremur um mótherja Íslands í C-riðli. Þetta er samt meira um landið sjálft, frekari upplýsingar um landsliðið kemur í gameday-pistlinum. En núna aðeins meira um Frakkland.