Leikdagur: Ísland – Nígería

Þvílík byrjun á ferli Íslands sem þátttakandi í lokamóti HM! Enn einu sinni sýna strákarnir okkar seiglu, dugnað, hugrekki og góða fótboltaspilamennsku. Við erum samt rétt að byrja hérna, það eru allavega tveir leikir eftir í þessari keppni.

Við tókum upp podcast til að fara yfir málin og fá góðar ferðaráðleggingar frá vönum mönnum. Hér er hægt að hlusta á það.

Continue reading “Leikdagur: Ísland – Nígería”

Vellirnir: Volgograd Arena

Nú þegar þessi pistill birtist á Tólfusíðunni er aðeins vika í að Ísland spili sinn fyrsta leik í lokakeppni heimsmeistaramóts í knattspyrnu. Hvílík gargandi snilld að þetta sé bara að verða að veruleika!

Það er komið að næstsíðasta upphitunarpistlinum fyrir HM í Rússlandi, það er komið að vellinum þar sem Ísland spilar gegn Nígeríu. Við minnum hins vegar á að Ísland spilar á mánudaginn gegn Slóveníu í undankeppni kvennalandsliða fyrir HM í Frakklandi. Þær þurfa á góðum stuðningi að halda og við hvetjum ykkur öll til að mæta.

Höfundur: Árni Þór Súperman

Continue reading “Vellirnir: Volgograd Arena”