Borgarpistill: Volgograd

Við erum búin að fá pistla um HM-hópinn okkar, um þjóðirnar sem eru með okkur í riðli og um Moskvu. Nú er komið að næsta borgarpistli í þessari röð. Styttist líka í heimaleikina okkar í júní, við hvetjum ykkur öll til að skella ykkur á miða á þá leiki. Sérstaklega er leikur kvennalandsliðsins gegn Slóveníu þann 11. júní mikilvægur, efsta sætið í riðlinum í undankeppni HM er í húfi.

En nú er það pistill um Volgograd.

Höfundur: Árni Þór Súperman

Continue reading “Borgarpistill: Volgograd”

Mótherjinn: Króatía

Áfram höldum við með upphitunarpistlana. Halldór Gameday reið á vaðið með pistil um Argentínu og Árni Súperman kom svo sterkur inn með pistil um Nígeríu. Nú er komið að síðasta pistlinum um þjóðirnar sem eru með okkur í riðli, þar eru miklir góðkunningjar okkar á ferð. Næst taka svo við pistlar um keppnisborgirnar sem Ísland spilar í á HM.

Höfundur: Ósi Kóngur

Continue reading “Mótherjinn: Króatía”

Mótherjinn: Nígería

Það er kominn laugardagur og það þýðir að núna eru akkúrat 4 vikur í fyrsta leik Íslands á HM í Rússlandi. Það er þegar kominn upphitunarpistill um Argentínu, sem Ísland mætir í fyrsta leiknum. Í dag eru hins vegar 34 dagar í að Ísland spili leik númer tvö á mótinu. Sá leikur verður gegn Nígeríu og það land er viðfangsefni þessa upphitunarpistils.

Höfundur: Árni Þór Súperman

Continue reading “Mótherjinn: Nígería”

Mótherjinn: Argentína

Nú er þegar orðið ljóst hvaða leikmenn eru í HM-hópi Heimis Hallgrímssonar, við fengum að vita það síðasta föstudag. Og í dag er akkúrat mánuður þar til Ísland spilar sinn fyrsta leik á HM í fótbolta. Gæsahúð!

Til að stytta stundirnar fram að þessum stórviðburði ætlum við í podcastteymi Tólfunnar að skrifa nokkra upphitunarpistla sem munu birtast á nokkurra daga fresti fram að móti. Fyrst koma löndin sem eru með Íslandi í riðli, svo borgirnar þar sem leikir Íslands fara fram og að lokum vellirnir sem Ísland spilar á í mótinu. Vonum að þið hafið gaman af þessu.

Höfundur þessa pistils er Halldór Marteins.

Continue reading “Mótherjinn: Argentína”