Vellirnir: Rostov Arena

Nú er þetta að hefjast. HM byrjar á morgun og það eru aðeins 3 dagar í fyrsta leik Íslands á mótinu. Á morgun eru líka tvö ár frá því að karlalandsliðið spilaði sinn fyrsta leik á EM í Frakklandi.

Við höfum verið að taka upphitunarpistla fyrir þetta mót líkt og síðustu 2 ár. Fyrri upphitunarpistlar okkar í ár eru:

Og nú er komið að þeim síðasta í röðinni, um Rostov Arena.

Höfundur: Ósi kóngur

Continue reading “Vellirnir: Rostov Arena”

Leikdagur: Ísland – Slóvenía

Við fengum tvo heimaleiki hjá strákunum í byrjun júní í undirbúningi þeirra fyrir HM í Rússlandi, sem er rétt að hefjast. En nú er komið að stelpunum okkar og það er alvöru leikur framundan. Fyrir þennan leik er Ísland í 2. sæti en á þennan leik inni á Þýskaland, sem er í 1. sætinu eins og er. Sigur í þessum leik kemur Íslandi í efsta sætið og næsti leikur á eftir þessum er einmitt gegn Þýskalandi í september. Það er því mikið undir og mikilvægt að láta sjá sig á vellinum og láta heyra almennilega í sér.

Continue reading “Leikdagur: Ísland – Slóvenía”

Vellirnir: Volgograd Arena

Nú þegar þessi pistill birtist á Tólfusíðunni er aðeins vika í að Ísland spili sinn fyrsta leik í lokakeppni heimsmeistaramóts í knattspyrnu. Hvílík gargandi snilld að þetta sé bara að verða að veruleika!

Það er komið að næstsíðasta upphitunarpistlinum fyrir HM í Rússlandi, það er komið að vellinum þar sem Ísland spilar gegn Nígeríu. Við minnum hins vegar á að Ísland spilar á mánudaginn gegn Slóveníu í undankeppni kvennalandsliða fyrir HM í Frakklandi. Þær þurfa á góðum stuðningi að halda og við hvetjum ykkur öll til að mæta.

Höfundur: Árni Þór Súperman

Continue reading “Vellirnir: Volgograd Arena”

Borgarpistill: Rostov-on-Don

Nú eru innan við tvær vikur í fyrsta leik Íslands á HM í Rússlandi. Aldeilis sem það styttist í þetta ævintýri. Nú er komið að síðasta borgarpistlinum, næst fara svo að birtast pistlar um vellina. En við minnum líka á mjög gagnlegt og áhugavert podcast þar sem við töluðum við Víði Reynisson, öryggisfulltrúa KSÍ.

En hér er pistill um Rostov-on-Don.

Höfundur: Ósi kóngur

Continue reading “Borgarpistill: Rostov-on-Don”