Það er komið að síðasta leik íslenska liðsins á þessu Evrópumóti. Lokamótherjinn í C-riðlinum er Austurríki. Austurríki hefur komið á óvart í keppninni til þessa á meðan árangur okkar liðs er undir væntingum. Það verður þó ekkert gefið eftir í þessum leik.
Vellirnir: Sparta Stadion
Nú er EM bara að detta í gang. Eftir alla þessa uppbyggingu á spennu og stemningu sem við höfum fundið fyrir í þjóðfélaginu þá er mótið loksins að byrja. Fyrsti leikur íslenska liðsins verður bara núna á þriðjudaginn, 18. júlí. Það er svo stutt í þetta, það er æði!
Núna er komið að því að við beinum sjónum okkar að leikvangi númer 3 sem íslenska liðið spilar á. Sá leikur fer fram miðvikudaginn 26. júlí, andstæðingurinn í leiknum verður Austurríki, leikurinn fer fram í borginni Rotterdam og völlurinn er Sparta Stadion. Kíkjum aðeins á hann.