Laugardagurinn í Finnlandi var ekki góður dagur fyrir karlalandsliðin okkar í fótbolta og körfubolta. Fótboltaliðið hafði komið sér í góða stöðu í riðlinum en slæmt tap gegn Finnlandi og sigur Úkraínu gegn Tyrkjum breytti þeirri stöðu töluvert. Ísland er núna í 3. sæti riðilsins. En það munar bara einu stigi á okkar strákum og liðinu sem kemur nú í heimsókn. Þetta er enn hægt, við trúum að strákarnir okkar geti þetta!
Leikdagur: Finnland – Ísland
Loksins heldur þessi undankeppni áfram hjá strákunum okkar. Liðið er búið að koma sér í ansi góða stöðu í riðlinum og framundan eru tveir lykilleikir upp á framhaldið og sénsinn á að komast inn á Heimsmeistaramótið í Rússlandi á næsta ári.
Leikdagur: Ísland – Króatía
Loksins, loksins er komið að öðrum landsleik á heimavelli! Ekki verra að það sé júníleikur, við kunnum öll vel við góða júníleiki. Og það er ekkert slorlið sem er að kíkja í heimsókn, fá lið eru betur mönnuð af heimsklassa fótboltaleikmönnum en það króatíska. Seinni leikur liðanna í riðlinum, Ísland á harma að hefna!
Leikdagur: Kósóvó – Ísland
Það er komið að fyrsta alvöru keppnisleik ársins 2017 hjá íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu. Það er fyrsti leikur Íslands gegn landsliði Kósóvó.
Leikdagur: Króatía – Ísland
Það er komið að síðasta leik ársins í undankeppninni fyrir HM 2018. A-landslið karla fer aftur til Króatíu. Nokkuð stutt frá síðustu heimsókn þangað og harma að hefna fyrir íslenska liðið.