Vellirnir: Rostov Arena

Nú er þetta að hefjast. HM byrjar á morgun og það eru aðeins 3 dagar í fyrsta leik Íslands á mótinu. Á morgun eru líka tvö ár frá því að karlalandsliðið spilaði sinn fyrsta leik á EM í Frakklandi.

Við höfum verið að taka upphitunarpistla fyrir þetta mót líkt og síðustu 2 ár. Fyrri upphitunarpistlar okkar í ár eru:

Og nú er komið að þeim síðasta í röðinni, um Rostov Arena.

Höfundur: Ósi kóngur

Rostov Arena (Mynd: FIFA)

Grunnupplýsingar

Nafn: Rostov Arena (rússneska:?????? ?????)
Áhorfendafjöldi : 45.000
Vallaryfirborð : Nátturulegt gras

Opnaði: 2018
Fjöldi leikja á HM:  5 leikir. 4 leikir í riðlakeppninni og 1 í 16-liða úrslitum
Leikur Íslands: 26. júní kl. 21:00 að staðartíma (18:00 á Íslandi)

Heimilisfang vallarins:
Levoberezhnaya 2B, Rostov-on-Don, Rostov Oblast, 344002, Russia

Mynd: Tripical

Aðeins meira um völlinn

Rostov Arena er nýr völlur og var opnaður í apríl 2018. Rostov Arena kemur í stað annars vallar sem heitir Olimp og er gamli heimavöllur FC Rostov. Rostov Arena er núna orðið heimavöllur FC Rostov.

3 íslendingar spila með liðinu, okkar menn Sverrir Ingi Ingason, Ragnar Sigurðsson og Björn Bergmann Sigurðarson. Mætti þess vegna segja að þessi völlur komist næst því í Rússlandi að vera okkar heimavöllur. Heimamenn sem mæta á leikinn hljóta að styðja sína menn. FC Rostov hefur nú þegar spilað 3 leiki á vellinum og er hægt að segja að þeir byrji vel þar því að þeir hafa unnið þá alla, með markatölunni 5-0. Og að sjálfsögðu með Ragga og Sverri í vörninni hafa þeir ekki fengið á sig mark á vellinum ennþá (reyndar hafa þeir bara spilað saman 2 af 3 leikjum).

Embed from Getty Images

Og það sem meira er, það var enginn annar en Björn Bergmann sem skoraði fyrsta markið á þessum velli. Þannig að það er staðreynd sem Króatar ættu að hræðast, Íslendingur hefur aldrei tapað á þessum velli (take that Croatia!).

Eftir að HM lýkur mun völlurinn verða minnkaður niður í 40.000 manna völl, það eru nefnilega um 5.000 sæti sem eru tímabundin sæti fyrir HM. Völlurinn er norðanmegin við ána Don en mest af borginni Rostov er sunnanmegin, völlurinn er eitt af því fyrsta sem er byggt þarna norðanmegin við ána. Þess vegna er mjög stórt, grænt svæði í kringum völlinn. Rússarnir eru líka með mjög háleit markmið fyrir svæðið í kringum völlinn, strax eftir HM verður byrjað að gera íþróttamiðstöðvar þarna í kring. Þarna á að vera miðstöð fyrir vatnsíþróttir, skautahöll og handboltavöllur. Hugmyndin hjá þeim er að miðstöðvarnar verða opnar fyrir öllum að æfa, ekki bara atvinnumönnum.

Stuðningsmannasvæði

Fanfestið í Rostov-on-Don (Mynd: FIFA)

Fanzone-ið, eða Fan Fest eins og FIFA kallar það á HM, verður staðsett á Theatre Square í Rostov. Á miðju torginu er 72 metra hár minnisvarði með gullmynd af grísku gyðjunni Níke. Þessi gullvarði sést út um alla borg og ætti því ekki að vera erfitt að finna Fan Fest í Rostov. 5 kílómetrum frá Fan Fest er völlurinn Rostov Arena.

Leikirnir á HM

1) Brasilía – Swiss

17. júní kl. 21:00 að staðartíma (18:00 á Íslandi)

 

2) Úrúgvæ – Sádi Arabía

20. júní kl. 18:00 að staðartíma (15:00 á Íslandi)

 

3) Suður-Kórea – Mexíkó

23. júní kl. 18:00 að staðartíma (15:00 á Íslandi)

 

4) Ísland – Króatía

26. júní kl. 21:00 að staðartíma (18:00 á Íslandi)5) 16 liða úrslit, sigurvegari G-riðils gegn 2. sæti í H-riðli

2. júlí kl. 21:00 (18:00 á Íslandi)

 

Mynd: ABC News